en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/5282

Title: 
  • Title is in Icelandic Svarta hagkerfið á Íslandi: Orsakir og umfang
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Undanfarin misseri hefur umræða um svarta hagkerfið aukist á Íslandi sem og vangaveltur um stærð þess og áhrif á opinbera hagkerfið. Með stækkun markaða hafa skapast fleiri leiðir til skattsvika og eru þar af leiðandi líkur á á því að skattsvikum hafi fjölgað. Skoðaðar voru orsakir þess að einstaklingar og fyrirtæki velji að starfa í svarta hagkerfinu og hvort að orsakirnar séu þær sömu og í öðrum þróuðum löndum. Einnig voru skoðuð áhrif svarta hagkerfisins á það opinbera og athugað var hvort þau væru með öllu neikvæð. Að lokum var minnst á leiðir til að draga úr svartri efnahagsstarfsemi.
    Lengi vel hefur skattbyrði verið talin helsta orsök svarta hagkerfisins, en hér á landi skiptir skattalegt siðferði meira máli. Með því er átt við það hvort að almenningur skynji skattkerfið sem sanngjarnt kerfi eður ei. Aðrar mikilvægar orsakir eru yfirvofandi refsing og atvinnuleysi. Rannsóknir hafa sýnt að meirihluti þeirra tekna sem er aflað í svarta hagkerfinu, er eytt í því opinbera. Þrátt fyrir þessi jákvæðu áhrif, þá eru þau þurrkuð út af þeim neikvæðu sem lýsa sér í verulegu tekjutapi ríkisins. Til að draga úr skattsvikum er nauðsynlegt að herða eftirlit með því að auka skattrannsóknir og hafa eftirlit með fyrirtækjum til að koma í veg fyrir að starfsfólk ,,vinni svart“ og skjóti tekjum undan skatti. Aukið upplýsingaflæði á milli landa og á milli fyrirtækja og skattyfirvalda er einnig mikilvæg forsenda þess að hægt sé að koma upp um skattsvik.

Description: 
  • Description is in Icelandic Prentað eintak hafði ekki borist safninu í júlí 2013.
Accepted: 
  • May 14, 2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5282


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
bryndis_ritgerd.pdf246.74 kBOpenHeildartextiPDFView/Open