Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5285
Mikil aukning hefur verið í ævintýraferðamennsku á Íslandi og sýnt hefur verið fram á að þessari grein fylgir töluverð áhætta þó svo að á sama tíma sé áhættan eitt af aðdráttaröflunum. Markmið rannsóknarinnar var að skoða það eftirlit sem er með ævintýraferðamennsku á Íslandi í dag. Hvaða kröfum og reglum þarf að fylgja og hvernig skipuleggjendur ævintýraferða starfrækja ferðirnar. Við gagnaöflun var notast við eigindlega rannsóknaraðferð, sex opin viðtöl voru tekin við fólk sem tengdist ævintýraferðamennsku á einhvern hátt. Lítið sem ekkert eftirlit né kröfur eru með starfsemi ævintýraferða á Íslandi í dag og niðurstöður rannsóknarinnar eru að ævintýraferðum fylgir áhætta og byrja þurfi á að skilgreina hugtakið ævintýraferðamennska svo hægt sé að setja kröfur og reglur um greinina. Þær reglur og kröfur sem fyrirtæki í ævintýraferðamennsku fara eftir eru flestar frá þeim sjálfum komnar og sýnt er að reynsla skiptir mestu máli í þessum geira. Til að lágmarka hættu er mikilvægt er að fá fagaðila með mikla reynslu til að setja kröfur á Íslandi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BSFreyjaÁgústsdóttir.pdf | 494.74 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |