en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/5294

Title: 
  • Title is in Icelandic Forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Innihald þessarar ritgerðar fjallar um forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum. Markmið þessarar ritgerðar er að grafast fyrir um forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum í íslensku samfélagi. Skoðað var hvaða forvörnum er beitt og hvers konar fræðslu íslensk börn og ungmenni fá um kynferðislegt ofbeldi, hverjir veita fræðsluna og hvernig sú fræðsla fer fram. Stuðst var við fjölda heimilda við gerð ritgerðarinnar, t.d. úr vísindalegum rannsóknum, fagtímaritum og veraldarvefnum.
    Helstu niðurstöður ritgerðarinnar benda til þess að fræðsla um kynferðislegt ofbeldi sem beint er að börnum, ungmennum og fullorðnum hafi mikið forvarnargildi. Til að koma í veg fyrir ofbeldið er áhrifaríkasta leiðin að þjálfa fagaðila og þá sem umgangast börn í að greina einkenni kynferðislegs ofbeldis á börnum svo hægt sé að draga úr áhrifum þess. Forvarnarfræðslan í kynferðislegu ofbeldi gegn börnum verður að vera í samræmi við aldur og þroska barnsins þar sem viðfangsefnið er viðkvæmt og flókið mál. Í aðalnámskrá grunn- og framhaldskóla vantar markvissa áætlun um forvarnarfræðslu gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum.

Accepted: 
  • May 17, 2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5294


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Ba-ritgerð Lokaskjal.pdf500.47 kBLockedHeildartextiPDF