en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/5297

Title: 
  • Title is in Icelandic Imágenes de España. El cine como reflejo de una nación
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í samskiptum þjóða gegna staðalímyndir mikilvægu hlutverki því þær eru leið til einföldunar á því flókna fyrirbæri sem þjóð er. Í tilviki Spánar hafa hefðbundnar staðalímyndir um land og þjóð helst mótast af tveimur ólíkum þáttum. Annars vegar urðu stríðsrekstur og landvinningar á 15. og 16. öld til þess að skapa neikvæðar ímyndir grimmdar og ofstækis. Hins vegar urðu til jákvæðari ímyndir með sérkenni Andalúsíuhéraðs í forgrunni, aðallega fyrir áhrif rómantísku stefnunnar á 19. öld. Einnig sköpuðu efnahagslegir erfiðleikar landsins einkum á 19. öld og einræðistímabilið á 20. öld ímynd af þjóð sem var aftarlega á merinni í evrópsku samhengi. Gífurlegur ferðamannstraumur til landsins frá um 1960 viðhélt þó “rómantískum” ímyndum sólar og sælu. Með endurreisn lýðræðisins 1975 þótti Spánn smám saman verða nútíma- og frjálslegri. Kvikmyndir eru áhrifamikill miðill sem hefur átt þátt í að skapa og móta ímyndir þjóða. Frá upphafi einræðis og fram á 9. áratuginn lögðu spænsk yfirvöld áherslu á góðan árangur kvikmynda erlendis enda var þeim ætlað að skapa jákvæða ímynd af landi og þjóð. Fyrsta tímabil einræðisins einkenndist af markvissri stjórn á kvikmyndum með sérstök þjóðleg einkenni, en þær náðu einungis vinsældum innan Spánar. Ákveðnar breytingar urðu á kvikmyndagerðinni upp úr 1960 og í kjölfarið vöktu nokkrar listrænar kvikmyndir athygli erlendis. Eftir 1975 losnaði um hömlur í spænskri kvikmyndagerð og útbreiðsla spænskra kvikmynda erlendis jókst verulega eftir 1980. Á 9. áratugnum hömpuðu stjórnvöld hefðbundnum listrænum kvikmyndum sem áttu að bera út hróður nýs lýðveldis en margir leikstjórar tóku annan pól í hæðina. Í dag einkennist spænsk kvikmyndagerð af mikilli fjölbreytni.
    Í ritgerðinni er sjónum beint að nokkrum þeirra spænsku kvikmynda sem náð hafa mestum vinsældum erlendis síðustu áratugi og reynt að greina hvaða staðalímyndir hafa helst breiðst út fyrir tilstilli þeirra. Niðurstaðan er sú að hefðbundnar staðalímyndir skipa nokkuð stóran sess í nútímakvikmyndum en óhefðbundnari ímyndir eru einnig til staðar. Auk þess kemur í ljós að á síðari árum hafa margar spænskar kvikmyndir öðlast alþjóðlegri blæ og að spænskir leikstjórar taka æ oftar þátt í alþjóðlegri kvikmyndagerð.

Accepted: 
  • May 17, 2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5297


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Hulda Sif Birgisdóttir - B.A. - ritgerð.pdf215.26 kBOpenHeildartextiPDFView/Open