is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5298

Titill: 
  • Hjúkrunarþjónusta við fyrirbura og fjölskyldur þeirra eftir útskrift af nýburagjörgæslu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Foreldrar fyrirbura eru gjarnan óöruggir í foreldrahlutverkinu og við umönnun fyrirburans. Vegna sérstöðu fyrirburans, sem er mikil umfram fullburða nýbura, þurfa foreldrar góða eftirfylgd og þjónustu eftir útskrift af nýburagjörgæslu. Tilgangurinn með þessari fræðilegu úttekt er að skoða rannsóknir sem birtar hafa verið á hjúkrunarþjónustu sem veitt er fyrirburum og fjölskyldum þeirra eftir útskrift af nýburagjörgæslu.
    Rannsóknirnar sem greindar voru leiddu í ljós að þjónusta sem veitt er þessum hópi eru aðallega góð fræðsla fyrir útskrift, göngudeildarþjónusta, heimavitjanir og símtöl. Erfitt er þó að skera úr um hvort ein þjónusta beri meiri árangur en önnur þar sem rannsóknir einblína ekki aðeins á eina þjónustu heldur skoða þær samþætta þjónustu. Hins vegar kemur árangurinn af góðri þjónustu og eftirfylgd, fyrir og eftir útskrift, fram í færri komum á bráðamóttöku, færri dögum á gjörgæslu, betri heilbrigðisvitund foreldrana ásamt því að hafa góð áhrif á heilbrigði fyrirburans. Einstaklingsmiðuð fræðsla og stuðningur hefur einnig jákvæð áhrif á líðan foreldra og minnkar streitu og kvíða. Þjónusta sem veitt er umræddum hópi virðist vera vel nýtt og ánægja er með hana. Rannsóknir sýna að hjúkrunarfræðingar veita yfirgripsmikla fræðslu og stuðning fyrir og eftir útskrift.
    Af þessu má draga þá ályktun að sértæk þjónusta til fyrirbura og fjölskyldna þeirra sé nauðsynleg. Mikilvægt er að hjúkrunarfræðingar hafi sérþekkingu á sviði nýburahjúkrunar til að geta veitt þessum sértæka hópi sem besta fræðslu og stuðning út frá þeirra vandamálum. Einnig er mikilvægt að þjónustan sé einstaklings- og fjölskyldumiðuð til þess að sem bestum árangri sé náð.

Samþykkt: 
  • 17.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5298


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hjúkrunarþjónusta við fyrirbura og fjölskyldur þeirra eftir útskrift af nýburagjörgæslu.pdf270.3 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna