en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/5299

Title: 
  • is Kortlagning á rjúpnaveiðisvæðum
Abstract: 
  • is

    Ritgerðin fjallar um kortlagningu á rjúpnaveiðisvæðum á Íslandi. Í henni er skoðað rannsóknarsvæði á Suðvesturlandi sem afmarkast af Reykjanesi og uppsveitum Árnessýslu. Skoðað er hvort það séu til grunngögn til að kortleggja rjúpnaveiðisvæðin, en það eru mörk þjóðlenda, friðlanda, þjóðgarða og einkalanda. Einnig eru viðhorf landeiganda til þess að jarðir þeirra séu kortlagðar sem rjúpnaveiðilönd könnuð. Auk þess er athugað hvort þeir vilji láta upplýsingar um nafn og símanúmer fylgja gögnum um land þeirra á korti.
    Öll grunngögn til kortagerðar á rjúpnaveiðum eru til og því er hægt að vinna þá grunnvinnu sem þarf til að gera kortin. Landeigendur voru mjög jákvæðir fyrir því að svona kort yrði gert og létu allir þær upplýsingar af hendi sem til þurfti. Landeigendur sem banna rjúpnaveiðar voru ekki síður ánægðir en þeir sem leyfa veiðar með að svona kort yrði gert þar sem það gæti dregið úr því að veiðimenn væru að veiða í óleyfi á jörðunum.
    Hægt er að kortleggja rjúpnaveiðsvæði ef tveimur forsendum er fylgt. Í fyrsta lagi þarf að vera búið að úrskurða í þjóðlendumálum svo að eignarhald á landi liggi skýrt fyrir. Í öðru lagi segir rjúpnaveiðikortið ekki til um og ber ekki ábyrð á því hvar má veiða innan eignalanda. Þegar landeigendur veita veiðileyfi þurfa þeir að láta fylgja nánari upplýsingar um veiðisvæði innan jarðamarka sinna.

Accepted: 
  • May 17, 2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5299


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Kortlagning á rjúpnaveiðisvæðun.pdf1.44 MBLockedHeildartextiPDF