is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5301

Titill: 
 • Fjölskyldur - sterkar á heimavelli. Laugarásvegur: Greining og uppeldisráðgjöf. Rannsókn á nýju úrræði á vegum Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • ,,Laugarásvegur; Greining og uppeldisráðgjöf” er úrræði fyrir fjölskyldur á vegum
  Barnaverndar Reykjavíkur. Það var sett á laggirnar haustið 2008. Um er að ræða
  stuðningsúrræði fyrir fjölskyldur samkvæmt barnaverndarlögum (Barnaverndarlög, 2002).
  Það byggir á nútímaþjónustunálgun samkvæmt þeirri hugmyndafræði að veita þjónustu á
  heimavelli. Markmiðið er að virkja fjölskylduna og styðja hana við uppeldi barnanna. Á
  þann hátt er leitast við að efla bjargir fjölskyldunnar í leit að viðeigandi lausnum.
  Rannsóknin á úrræðinu byggist á eigindlegum aðferðum og er reynslurannsókn.
  Þátttakendur eru fjölskyldur sem notið hafa stuðningsins og ráðgjafar þeirra hjá Barnavernd
  Reykjavíkur, auk tveggja aðila sem komu að undirbúningi úrræðisins. Farið er yfir þróun
  fjölskyldumeðferðar frá hugmyndum módernismans fram að nútímanálgun
  hugsmíðahyggjunnar sem byggir á samsköpun fjölskyldu og meðferðaraðila í krafti
  valdeflingar og lýðræðis. Helstu niðurstöður eru þær að fjölskyldur upplifðu almennt stöðu
  sína og líðan betri eftir þátttöku í úrræðinu og voru almennt jákvæðari heldur en ráðgjafar
  þeirra. Í ljósi markmiða sem lagt var upp með reyndist minni áhersla lögð á
  greiningarþáttinn en vonir stóðu til og meira lagt upp með ráðgjöf og leiðbeiningar til þeirra
  fjölskyldna sem nýttu sér stuðninginn. Í lokin er bent á leiðir til úrbóta sem gætu styrkt
  úrræðið. Lagt er til að efla vægi greiningarþáttarins til viðbótar við þá uppeldisráðgjöf sem
  fer fram. Þá þurfi að gera skilmerkilegri kröfu um menntun starfsfólks úrræðisins og gera
  ráð fyrir að fagaðilar fái handleiðslu varðandi uppbyggingu og framkvæmd úrræðisins.

Samþykkt: 
 • 17.5.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/5301


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Audur_og_Helena.pdf1.83 MBLokaðurHeildartextiPDF