is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5303

Titill: 
  • Úrræði fyrir konur sem eru þolendur ofbeldis í nánum samböndum: Fræðileg samantekt
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Margar konur eru þolendur ofbeldis í nánum samböndum og er það orðið viðurkennt heilsufarsvandamál á heimsvísu. Ofbeldi hefur alvarlegar afleiðingar á lífsgæði, vellíðan og almenna heilsu kvenna. Tilgangur þessarar fræðilegu samantektar er að: 1) skoða hvaða úrræði eru í boði fyrir konur sem eru þolendur ofbeldi í nánum samböndum; 2) hvaða úrræði skila árangri; og 3) hvaða úrræði eru í boði á Íslandi.
    Gerð var ítarleg leit að heimildum um úrræði fyrir konur sem eru beittar ofbeldi í nánum samböndum. Leitað var í gagnasöfnum PubMed, Scopus og Cinalh eftir greinum sem birtar voru á tímabilinu 1999-2010. Einnig var stuðst við fræðsluefni og gögn af heimasíðum mismunandi stofnanna.
    Helstu niðurstöður sýndu að flest úrræði sem skoðuð voru skila einhverjum árangri, þó mis miklum. Mikilvægt er að hjúkrunarfræðingar kynni sér hvaða úrræði eru í boði fyrir konur sem eru þolendur ofbeldis, þar sem að þeir hitta þessar konur oftast fyrst og eru í mestum samskiptum við þær. Vonast höfundar þessarar fræðilegu samantektar að aukin áhersla verði lögð á að góð úrræði séu í boði fyrir þolendur ofbeldis í nánum samböndum.

Samþykkt: 
  • 17.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5303


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKAVERKEFNI -pdf.pdf284.49 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna