is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5307

Titill: 
  • Markaðsmál Borgarbókasafns Reykjavíkur
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í rannsókninni eru markaðs- og kynningarmál Borgarbókasafns Reykjavíkur skoðuð og kannað hvort þau megi bæta. Var það gert með megindlegum og eigindlegum aðferðum og var m.a. rætt við fimm stjórnendur safnsins. Flestir þættir starfseminnar voru athugaðir, m.a. umhverfi, þjónusta, viðburðir, starfsmenn, viðskiptavinir og kynningarmál innan safns og utan. Safnið hefur sterka stöðu og hátt hlutfall borgarbúa notar það. Það rekur sjö söfn, bókabíl og sögubíl, og hefur fjölbreytta þjónustu og safnkost. Safnið skipuleggur dagskrá og viðburði sem starfsmenn vinna einir eða í samvinnu við einstaklinga, félög og stofnanir utan safnsins. Markhópur safnsins er mjög breiður og notar safnið margar aðferðir við að kynna starfsemi sína. Samskipti og rafræn kynning eru þar á meðal. Rætt er um hvort Borgarbókasafn sé tilbúið að takast á við breytt verkefni samfara aukinni rafrænni útgáfu. Kynningarmál innan safns og borgarkerfis var einnig athugað, en safnið á samstarf við aðrar menningarstofnanir á Menningar- og ferðamálasviði um áætlanir og eftirfylgni o.fl. Einnig var athugað hvernig samstarf í kynningarmálum á milli safna Borgarbókasafns væri háttað. Helstu niðurstöður voru þær að í heildina eru markaðs- og kynningarmál safnsins í góðu horfi, en nokkur atriði voru þó nefnd, sem ástæða væri fyrir safnið að athuga betur. Þau helstu voru að bæta áætlanagerð vegna viðburða og kynningarmála og samvinnu milli verkefnastjóra og útibúa.

Samþykkt: 
  • 18.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5307


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Markaðsmál Borgarbókasafns Reykjavíkur.pdf4.25 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna