en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/5308

Title: 
  • Title is in Icelandic Sjálfsvíg ungmenna. Áhrifaþættir og forvarnir
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Sjálfsvíg og sjálfsvígshegðun ungmenna eru alvarleg samfélagsvandamál sem geta orsakast af mismunandi persónulegum og samfélagslegum þáttum. Forvarnir gegn sjálfsvígshegðun birtast í mismunandi myndum og beinast að mismunandi áhrifaþáttum. Tilgangur verkefnisins var að kanna hvaða áhrifaþættir hefðu helst áhrif á sjálfsvígshegðun ungmenna, hver þróunin á tilteknum áhrifaþáttum væri, hvaða þættir væru verndandi gegn sjálfsvígshegðun og hvernig hægt væri að nýta forvarnir í baráttunni gegn sjálfsvígum. Heimildaöflun fór fram gegnum rafræn gagnasöfn eins og PubMed og Scopus. Sérstaklega var leitað að íslenskum heimildum til að gera grein fyrir íslenskum veruleika varðandi efni verkefnisins. Niðurstöðurnar bentu til þess að sjálfsvígshegðun orsakaðist m.a. af geðröskunum, áfengis- og vímuefnaneyslu, samfélagslegum þáttum og kynferðislegri misnotkun. Verndandi þættir gegn sjálfsvígshegðun og áhrifaþáttum hennar voru m.a. þátttaka í íþrótta- og æskulýðsstarfi, félagslegur stuðningur og gott sjálfstraust. Forvarnir gegn sjálfsvígshegðun ungmenna beindust helst að áhrifaþáttum eins og vímuefnanotkun, geðheilbrigði og heilsuhegðun. Árangursríkustu forvarnirnar voru vel skipulagðar, fjölþættar, og framkvæmdar af þjálfuðum starfsmönnum. Forvarnir gegn sjálfsvígum þyrftu einnig að beinast að helstu áhrifaþáttum hennar til að skila sem bestum árangri. Frekari rannsókna er þó þörf til að greina hvernig hægt sé að draga úr sjálfsvígum á sem áhrifaríkastan hátt með forvörnum.

Accepted: 
  • May 18, 2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5308


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
lokaverkefnigunnarpetursson.pdf348.4 kBOpenHeildartextiPDFView/Open