is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Diplómaritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5309

Titill: 
 • Áhrif bragðefna úr sjávarfangi á þroskun og ræsingu angafruma í rækt
Námsstig: 
 • Diplóma bakkalár
Útdráttur: 
 • Angafrumur eru mikilvægar frumur í ónæmiskerfi mannsins. Þær ferðast úr blóði til vefja þar sem þær „smakka“ á umhverfi sínu. Þær leita uppi framandi vaka og við að bindast vakanum ræsast þær og verða að sýnifrumum fyrir T frumur. Þegar angafruma ræsist verður hún að þroskaðri angafrumu og þá missir hún hæfileika til að leita uppi vaka og fer að tjá aðra viðtaka og seyta efnum sem breyta henni í sýnifrumu fyrir T frumur. Boðefnaseyting þroskaðrar angafrumu er mikilvæg fyrir sérhæfingu T frumna. Eftir að angafruma hefur ræst T frumu og komið henni í ákveðna sérhæfingu fer T verkfruman að seyta boðefnum til að viðhalda því ónæmissvari sem hafið er.
  Lítið hefur verið rannsakað hvaða áhrif bragðefni úr sjávarfangi hafa og á það einnig við um ónæmisfræðileg áhrif. Vitað er að sum þessara bragðefna innihalda andoxunarefni og því athyglisvert að athuga hvort bragðefnin hafi bólguhemjandi áhrif. Markmið verkefnisins var því að kanna hvort bragðefni úr sjávarfangi hefðu áhrif á þroskun og ræsingu angafrumna í rækt.
  Mónosýtar voru einangraðir úr heilblóði og CD14+ frumur sérhæfðar yfir í óþroskaðar angafrumur sem síðan voru þroskaðar yfir í þroskaðar angafrumur. Á því stigi var bragðefnum bætt í ræktirnar. Frumufloti var safnað af frumum fyrir þroskun og eftir þroskun með og án bragðefna og boðefnin IL-6, IL-10 og IL-12p40 mæld með samloku ELISA aðferð. Frumurnar voru einnig litaðar á ákveðnum stigum og tjáning yfirborðsameindanna CD14, CD86, HLA-DR, CD197 og CD209 skoðuð í frumuflæðisjá.
  Bragðefni úr ufsa, scampa og kúfskel höfðu tilhneigingu til þess að minnka hlufall angafrumna sem tjáðu yfirborðsviðtakana CD86 og HLA-DR, ásamt því að minnka seytingu boðefnisins IL-10.
  Niðurstöður verkefnisins benda til að bragðefni úr ufsa, scampa og kúfskel geti hamlað þroskun angafrumna en jafnframt stuðlað að því að þær hafi frekar tilhneigingu til þess að sérhæfa T frumur í Th1/Th17 ónæmissvar.

Samþykkt: 
 • 18.5.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/5309


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Erna diplómaverkefni.pdf1.16 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna