Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5310
Viðfangsefni þessarar ritgerðar er tímabil samningagerða, þar sem Bandaríkjastjórn gerði samninga við frumbyggja Norður-Ameríku, indíána, með það meginmarkmið að komast yfir landsvæði þeirra. Tímabilið sem lögð verður áhersla á er frá árinu 1778 til 1871.
Fyrst verður hugað að stofnun Bandaríkjanna, sjálfstæðisyfirlýsingu þeirra og stjórnarskrá, og hvort tekið hafi verið tillit til indíána í þessum skjölum. Þá verður þessari tæpu öld skipt niður í fimm tímabil og farið yfir nokkra samninga sem þessir þjóðflokkar gerðu sín á milli og áhrif þeirra. Hugað verður að því hvernig atburðir hvers tímabils fyrir sig höfðu áhrif á samningana. Indíánastríðin sem stóðu yfir á þessum tíma verða skoðuð og reynt að sjá hvort þessir samningar hafi í raun verið kveikjan að þeim.
Allir þessir samningar hafa verið skráðir og liggja fyrir á veraldarvefnum. Farið verður ítarlega ofan í nokkra þeirra og áhrif þeirra á hina ýmsu ættbálka og landsvæði.
Þessi umfjöllun sýnir það að markvisst var unnið að því að ná landsvæðum af indíánum, hvort sem var með friðsömum samningum eða blóðugum bardögum. Þessir samningar urðu til þess að á endanum yfirtóku landnemar svo til allt landsvæði frumbyggjanna. Það vekur upp spurningar um það hvort að indíánum hafi verið opnar einhverjar leiðir til að verjast gegn yfirgangi landnemanna.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
israel_daniel_hanssen_10ein_BA[2].pdf | 752.61 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |