is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5314

Titill: 
 • Geðtengslaröskun og greining hennar með hliðsjón af rannsóknum á geðtengslum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Eftirfarandi ritgerð fjallar um mögulega tilvist geðtengslaröskunar, með mið af geðtengslakenningu Bowlbys og Ainsworths og rannsóknum á geðtengslum, geðtengslaröskun og tengdum vanda. Geðtengslakenningin skilgreinir geðtengsl sem fyrstu félagslegu bönd sem barn myndar við uppalendur sína. Hún gerir ennfremur ráð fyrir að börn innra úrvinnslulíkan af samskiptum sem gegnir lykilhlutverki í persónuleikaþroska þeirra.
  Geðtengslakenningin hefur meðal annars verið gagnrýnd fyrir að gera of mikið úr umhverfisþáttum og draga úr mikilvægi einstaklingsbundinna þátta eins og skapgerðar barna. Rannsakendur deila einnig um réttmæti geðtengslahugtaksins og áreiðanleika framandi aðstæðna sem mælikvarða á öryggi geðtengsla.
  Menn eru ekki sammála um tilvist geðtengslaröskunar. Einkenni hennar renna gjarnan saman við einkenni annars konar vandkvæða eins og hegðunar- og þroskaröskunar. Hér verða þau borin saman við annars konar röskun eins og persónuleikaröskun, auk þess sem fjallað verður um tengsl geðtengslaröskunar við ótraust geðtengsl og skiptingu í hamlaða og hömlulalausa skapgerð. Einnig verður fjallað um taugafræði og mikilvægi uppeldis og stofnanavistar. Greint verður frá greiningarviðmiðum flokkunarkerfanna DSM-IV-TR og ICD-10 fyrir geðtengslaröskun og gagnrýni á þau. Að lokum verður greint frá þeim mælitækjum og meðferðarúrræðum sem hafa verið notuð fyrir geðtengslaröskun.
  Höfundur ályktar að geðtengslaröskun sé ekki til og einkenni hennar að mestu leyti tilkomin vegna skapgerðar og flókins samspils hennar við félagslegar aðstæður hverju sinni.

Samþykkt: 
 • 18.5.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/5314


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-ags4-loka.pdf643.04 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna