is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5315

Titill: 
  • Stuðningur og meðferð fyrir aðstandendur í kynferðisbrotamálum gegn börnum. Samanburður milli Íslands og Noregs
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Almennt er talið að á Íslandi sé við líði félagslegt velferðarkerfi er rætur sínar eigi að rekja til Skandínavíu. Velferðarkerfinu er ætlað að styðja við fjölskyldur í vanda, veita þeim stuðning og aðstoð við að ná fótfestu þannig að markvisst vinni þær úr vandamálum sínum. Þegar barn verður fyrir kynferðislegu ofbeldi, getur komið upp sú staða að fjölskyldan þurfi stuðning eða meðferð. Niðurstaða rannsókna hefur sýnt að aðstandendur geta glímt við töluverða erfiðleika sem tengja má við afleiðingar kynferðisbrotsins. Ritgerð þessi lýsir samanburði á stuðningskerfi og úrræðum er aðstandendum þolenda og gerenda kynferðislegs ofbeldis stendur til boða á Íslandi og í Noregi.
    Skoðað var hvaða þjónustu aðstandendum er veitt í hvoru landi með tilliti til meðferðarúrræða og stuðnings. Lög og reglugerðir voru einnig skoðuð til að sjá á hverju stuðningsúrræðin byggja og þjónustan svo borin saman. Niðurstöðurnar gefa vísbendingar um að íslenska velferðarkerfið hafi takmarkað framboð á meðferðarúrræðum fyrir aðstandendur, þrátt fyrir lagalegar heimildir. Aðstandendur virðast stundum lenda til hliðar við meðferð máls og lítill gaumur er gefin að þeim vandamálum sem afleiðingar brotsins geta haft á foreldra, systkini og aðra er standa barninu næst. Í Noreg virðist hins vegar vera fjölbreyttara stuðnings og meðferðarkerfi fyrir fjölskyldur þar sem meðal annars frjáls félagasamtök taka virkan þátt. Þar í landi virðist markvisst unnið í samvinnu við grasrótarsamtök að bættri líðan fjölskyldunnar og áhersla lögð á að hjálpa fólki er verður fyrir áfalli til sjálfshjálpar. Norsk yfirvöld vinna stöðugt að því að bæta velferðarþjónustuna og styðja almenning til heilbrigðs fjölskyldulífs. Það gera þau til dæmis með samfélagslegu átaki gegn ofbeldi.
    Höfundur bar saman lög og reglugerðir milli landanna til að glöggva lesendur betur á heimildum er stofnannir hafa til að vinna eftir, að bættum úrræðum og stuðning. Lög þau er Noregur hefur að styðjast við virðast bæði markvissari og einbeittari á félagslegan stuðning og úrræði fyrir fólk í vanda. Norsku lögin sem snerta málaflokkinn halda utan um velferð fjölskyldunnar á annað hátt en sambærileg Íslensk lög. Geta ber þess að í Íslenskum lögum er að finna ákvæði sem leggja til að markvissum úrræðum og stuðning skuli beitt við fjölskyldur eftir því hverjar þarfir fjölskyldunnar eru. Eftirfylgni við að framfylgja lögum kann hins vegar að vera ábótavant.

Samþykkt: 
  • 18.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5315


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð. Stuðningur við aðstandendur í Kynferðisbrotamálum.pdf248.83 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna