is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5316

Titill: 
  • Skógerð á Íslandi í byrjun 20. aldar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Íslenskir skór skipuðu stóran sess í lífi fólks í byrjun 20. aldar. Skórnir voru handsaumaðir heima úr hráefni sem fólk útvegaði sér og voru þeir gerðir til dæmis úr sauðskinni og selskinni. Skógerð og vinnsla gat tekið langan tíma því vinna þurfti hráefnið mikið áður saumaskapur hófst, til dæmis voru skinn lituð og reykt. Þótti mikil framför þegar innflutningur hófst á skóm því mikill tími sparaðist sem áður hafði farið í skógerð auk þess sem innfluttir skór þóttu fara betur með fætur.
    Rannsóknarspurning var hvort einhver munur var á skógerð eftir landshlutum í byrjun 20. aldar, en spurningaskrá 12 frá Þjóðháttasafni Þjóðminjasafns Íslands um skógerð var notuð sem aðalheimild. Auk þess var skoðað efni um skógerð sem birst hefur í ýmsum bókum og greinum. Heimildum var skipt í 5 landsvæði og svör heimildarmanna Þjóðháttasafns notuð til að svara rannsóknarspurningunni. Í ljós kom að munur var á skógerð milli landsvæða, en munur var líka á skógerð eftir ákvörðunum húsmæðra og húsbænda, en aðgangur að hráefni var líka ólíkur eftir búsetu. Reynt var að gera skó á sem hagkvæmastan hátt og útskýrir það stundum muninn því allt var gert til að gæta auðlinda og fjármuna.

Samþykkt: 
  • 18.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5316


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA þjóðfræði Harpa loka.pdf497.88 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna