is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/532

Titill: 
 • Samrunar og yfirtökur : árangur sameininga og mælikvarðar
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Mikil aukning hefur verið að undanförnu í sameiningu skipulagsheilda. Sameina má félög með ýmsum hætti, til að mynda með samruna og yfirtökum. Mismunandi markmið og hvatir liggja að baki sameiningu, þó er aðalmarkmið allra sameininga að félögin sem að henni standa séu betur komin sameinuð en þau væru sitt í hverju lagi. Þegar slíkur árangur næst kallast það samlegðaráhrif. Í eftirfarandi verkefni verður rætt um þau samlegðaráhrif sem geta myndast við sameiningu tveggja eða fleiri skipulagsheilda. Greint verður frá hugsanlegum hagsmunaaðila og hvaða hagsmuni þeir hafa þegar kemur að sameiningu. Fjallað verður um ferlið sem að baki sameiningu er og þann lagaramma sem er í gildi hér á landi varðandi sameiningar. Þá er einnig farið örstutt yfir sögu sameininga og þær sameiningabylgjur sem greindar hafa verið allt frá árinu 1890. Litið verður á íslenskan fjármálamarkað og þá þróun sem á honum hefur orðið og hann borinn saman við sameiningar á Íslandi. Tilgreindar verða nokkrar sameiningar sem hafa átt sér stað á Íslandi milli innlendra félaga og við erlend félög. Eitt af aðalmarkmiðum verkefnisins var að rannsaka hvernig greina mætti árangur sameininga og hver árangur af íslenskum sameiningum er og hefur verið, en við vinnslu þess komst höfundur að þeirri staðreynd að lítið hefur veirð um árangursmælingar á íslenskum samrunum og yfirtökum. Var því stuðst við eigindlegar rannsóknir til að svara þeim rannsóknarspurningum sem lagðar voru fram. Tillaga var gerð að því hvað væri hægt að gera til að auðvelda árangursmat sameininga á Íslandi og hvað gera mætti til að ná fram betri árangri við sameiningar og hvað ber að varast.
  Lykilorð:

  • Samruni
  • Yfirtaka
  • Samlegðaráhrif
  • Hagsmunaaðilar
  • Skipulagsheild
  • Árangursmælingar

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
 • 1.1.2005
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/532


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
samrunar.pdf685.73 kBTakmarkaðurSamrunar og yfirtökur - heildPDF
samrunar_e.pdf130.19 kBOpinnSamrunar og yfirtökur - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
samrunar_h.pdf163.17 kBOpinnSamrunar og yfirtökur - heimildaskráPDFSkoða/Opna
samrunar_u.pdf119.12 kBOpinnSamrunar og yfirtökur - útdrátturPDFSkoða/Opna