Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5324
Í ritgerðinni sem hér fer á eftir og unnin er til fullnustu BA gráðu í spænsku frá Háskóla Íslands er fjallað um stöðu spænskukennslu í grunnskólum á Íslandi. Sjónum er sérstaklega beint að því hvað ber að hafa í huga þegar námsefni er þróað fyrir nemendur efstu bekkja grunnskóla. Við öflun heimilda við ritgerðasmíðina var send út könnun vorið 2008 í grunnskóla landsins og spurst fyrir um spænskukennslu á grunnskólastigi og fylgir hún ritgerðinni sem viðauki. Í ritgerðinni er í fyrsta lagi fjallað um mikilvægi spænskrar tungu og útbreiðsla hennar borin saman við móðurmál okkar Íslendinga. Í öðru lagi er fjallað um mismunandi kennsluaðferðir erlendra tungumála og mikilvægi hvata í tungumálanámi. Þá er jafnframt fjallað um mikilvægi aldurs nemandans í tungumálanámi og hvernig nálgun hans á viðfangsefninu breytist með auknum þroska og aldri. Þá er einnig rætt um kennsluefni og það viðmið sem Evrópska tungumálamappan setur tungumálakennurum í Evrópu. Tilurð hennar má rekja til samræmingar og samhæfingar tungumálanáms innan álfunnar svo auðveldara sé að meta færni og hæfni nemanda í ólíkum löndum hennar. Niðurstaða rannsóknarinnar færði heim sönnur fyrir nauðsyn gerðar námsefnis og í viðauka er að finna tiltekna tillögu þar að lútandi. Höfundur hefur hannað drög að kennslubók í spænsku sem erlends máls fyrir efstu bekki grunnskóla sem ætlunin er að vinna áfram og koma í tilraunakennslu á næstu misserum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Efnisyfirlit_Meginmal.pdf | 182,87 kB | Opinn | Meginmál | Skoða/Opna | |
fylgiskjol_efnisyfirlit.pdf | 5,17 kB | Opinn | Fylgiskjöl: efnisyfirlit | Skoða/Opna | |
fylgiskjol.pdf | 1,07 MB | Lokaður | Fylgiskjöl |