is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5327

Titill: 
  • Viðbragðstími lögreglunnar á Suðurnesjum: Líkan unnið út frá landupplýsingum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið verkefnisins var að útbúa umferðarlíkan af lögregluumdæmi lögreglustjórans á Suðurnesjum og út frá því reikna ferða- og viðbragðstíma lögreglu. Líkanið var unnið með því að sameina og samræma gögn um vegi frá Landmælingum Íslands og Reykjavíkurborg auk þess sem 151 götubútum var bætt við út frá loftmyndum. Skilgreindur var hámarkshraði vega svæðisins út frá gögnum frá Vegagerðinni og sveitarfélögum á svæðinu. Líkanið var aðlagað að lögreglu eftir fund með fulltrúum lögreglustjórans á Suðurnesjum. Þar var horft til ólíkra forgangsviðmiða auk þess sem farið var yfir skipulag útkallseininga í embættinu. Áætlaður viðbragðstími var reiknaður með netgreini í landgagnasafnsforritinu ArcGis 9.3. Niðurstöður líkansins eru birtar á kortum og gefa góða yfirsýn yfir stöðuna í dag. Ljóst er að munur er á viðbragðstíma milli sveitarfélaga svæðisins og tel ég að lögregla sé meðvituð um þá stöðu. Niðurstöðurnar leiða til betri skilnings á löggæslu í landfræðilegu rými og ég vona að það geti leitt til betri og markvissari skipulagningar í framtíðinni.

Samþykkt: 
  • 19.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5327


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Einar__Hjorleifsson_2010.pdf2.21 MBLokaðurHeildartextiPDF