en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/5329

Title: 
  • Title is in Icelandic Kynjamunur í leik í miðbernsku
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Kynjamunur í leik barna í miðbernsku hefur verið staðfestur í fjölmörgum rannsóknum erlendis. Þó svo að leikhegðun barna sé eflaust mismunandi eftir löndum þá má gera ráð fyrir því að þessi kynjamunur í leik komi einnig fram hér á landi. Í þessari rannsókn var athugað hversu mikill kynjamunur er í leik barna í miðbernsku. Í inngangi er fjallað um helstu rannsóknir á leik barna, skoðað hvernig leikur þróast, hvaða afleiðingar leikur hefur fyrir framtíðina og hvernig kynjamunur birtist í leik barna. Helstu tilgátur rannsóknarinnar eru að stelpur og strákar leika sér meira við börn af sama kyni, strákar leika sér í flóknari og fjölbreyttari leikjum, strákar leika sér í stærri leikhópum og sýni meiri virkni í frímínútum en stelpur. Allar þessar tilgátur hafa verið staðfestar í erlendum rannsóknum og var tilgangurinn hér að staðfesta þær á íslenskum börnum. Notast var við beina athugun til að afla gagna og var fylgst með börnum í leik í frímínútum í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Þátttakendur voru 113 börn á aldrinum 6 – 12 ára. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að strákar léku sér í næstum helmingi stærri leikhópum en stelpur. Helmingur stráka sýndi mikla líkamlega virkni á leikvellinum en einungis 15% stelpna. Stór hluti stelpna (58%) voru ekki í leik á meðan athugun fór fram. Fjölbreytileiki var meiri í leikjum stráka en munurinn var ekki eins mikill og aðrar rannsóknir hafa sýnt.

Accepted: 
  • May 19, 2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5329


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Kynjamunur.pdf276.41 kBOpenHeildartextiPDFView/Open