en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/5331

Title: 
  • is Heimilisofbeldi: Fræðileg samantekt á umfangi, afleiðingum og hlutverki hjúkrunarfræðinga
Abstract: 
  • is

    Heimilisofbeldi er heilsufarsvandamál sem getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir andlega og líkamlega heilsu þeirra sem fyrir því verða. Konur eru í meirihluta þolenda og gerandinn er í flestum tilfellum fyrrverandi eða núverandi maki. Þannig benti nýleg rannsókn til að allt að 22% íslenskra kvenna upplifi ofbeldi í nánu sambandi einhverntíman á lífsleiðinni. Talið er þó að þetta hlutfall sé töluvert hærra í raunveruleikanum og því er ljóst að um verulega vangreindan málaflokk er að ræða. Í þessari fræðilegu úttekt er fjallað um umfang og afleiðingar heimilisofbeldis fyrir konur sem eru þolendur auk þess sem skoðað er hvernig hjúkrunarfræðingar geta beitt sér gegn þessu skaðlega vandamáli. Þolendur ofbeldis í nánum samböndum leita mun oftar til heilbrigðiskerfisins en aðrir og því eru hjúkrunarfræðingar í lykilaðstöðu til að koma þessum konum til hjálpar. Þar sem að einkenni slíks ofbeldis eru sjaldan augljós er mikilvægt að hjúkrunarfræðingar skimi allar konur fyrir ofbeldi, hvort sem grunur er um að þær séu þolendur eða ekki.

Accepted: 
  • May 19, 2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5331


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
ARNA HILMARSDOTTIR. JUNI 2010.pdf335.94 kBOpenHeildartextiPDFView/Open