is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5332

Titill: 
  • Vellíðan og heildræn hugsun í ferðaþjónustu. Andlyfting í heilsutengdri ferðaþjónustu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um vellíðan og heildræna hugsun í ferðaþjónustu í tengslum við heilsutengda ferðaþjónustu (e. wellness tourism) á Íslandi. Áherslan er á heilandi upplifun ferðamanna, heilsurækt í þeim tilgangi að viðhalda andlegri og líkamlegri heilsu í gegnum ákveðið ferli sem sameinar líkama, huga og anda. Fjallað er um heilsuferðamenn, heilunarlandslag og hvernig náttúrulegar auðlindir Íslands tengjast þessu.
    Rætt var við fjórar konur í þremur viðtölum, en þær vinna allar í heilsutengdri ferðaþjónustu á heildrænan hátt og þær spurðar út í eigin viðhorf á þessari grein ferðaþjónustunnar, skipulag í landnotkun, tækifæri og sérstöðu Íslands varðandi heildrænar ferðir. Áherslan í ferðum þeirra er á sameiningu líkama, hugar og anda, vera í heilandi umhverfi. Viðmælendur töldu að Ísland hefði úr miklu að möguleika á að verða leiðandi í heilsutengdri ferðaþjónustu vegna þeirra auðlinda sem landið býr yfir. Þessar auðlindir eru vatnið, náttúran, loftið og möguleiki á að stunda ferðir í heilandi umhverfi. Allar voru þær á þeirri skoðun að heilsutengd ferðaþjónusta höfði sterkt til kvenna og nefndu allar að konur um miðjan aldur væri stærsti hópurinn. Almennt viðhorf þeirra var að það væri brýn þörf fyrir skipulagningu á landnotkun með tilliti til heilsuferðaþjónustunnar og að þarfir heilsuferðaþjónustunnar fælust í hreinni og svo til óspilltri náttúru og hreinu vatni. Stjórnvöld mættu auka aðkomu sína að uppbygginu heilsuferðaþjónustu að mati allra viðmælenda. Viðmælendur töldu að stjórnvöldum bæri að setja skýr mörk og reglur fyrir ferðamenn í sambandi við umgengni um náttúruna. Einnig ættu þau að vera í samstarfi við aðila ferðaþjónustunnar varðandi markaðssetningu og ímyndarsköpun.
    Lykilorð: Heilsa, vellíðan, heilsuferðamenn, heilandi upplifun, líkami hugur og andi, náttúrulegar auðlindir

Samþykkt: 
  • 19.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5332


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
vellíðan og heildræn hugsun pdf.pdf364,17 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna