is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5336

Titill: 
  • Áhrif efnishyggju í einstaklingsmiðuðu samfélagi - Áhersla á eiginhagsmuni á kostnað samfélagshegðunar og samfélagslegra gilda
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á skaðleg áhrif efnishyggju á vellíðan en rannsóknir á öðrum hugsanlegum neikvæðum afleiðingum efnishyggju eru skemmra á veg komnar. Ýtt hefur verið undir efnishyggin gildi sem fela í sér samkeppni og eiginhagsmuni síðustu áratugi hér á landi. Því var kannað hvort gildismat efnishyggjunnar, sem er í andstöðu við umburðarlyndi og að samþykkja aðra sem jafningja muni hafa neikvæð áhrif á samfélagshegðun og samfélagsleg gildi. Rannsókn með 157 háskólanemum leiddi í ljós að þeir sem eru efnishyggnir hafa Machiavellískari viðhorf, taka andfélagslegri ákvarðanir og leggja meiri áherslu á ytri markmið (peninga, frægð og frama) en innri markmið (persónulegur þroski, tilfinningaleg nánd og tengsl við samfélagið). Tengsl fundust ekki milli efnishyggju og samkenndar en aftur á móti reyndust þeir sem einblína á ytri markmið umfram innri markmið hafa minni samkennd. Konur reyndust hafa meiri samkennd og hafa síður Machiavellísk viðhorf en karlar. Að lokum reyndust ytri markmið spila stærra hlutverk í lífi viðskiptafræðinema en sálfræðinema. Þar sem Machiavellísk og andfélagsleg viðhorf fela í sér áherslu á eiginhagsmuni, eyðileggjandi samskiptastíl og skort á samkennd var ályktað að gildi sem einstaklingsmiðuð neyslusamfélög ýta undir, hafi skaðleg áhrif á samfélagshegðun og samfélagsleg gildi.

Samþykkt: 
  • 19.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5336


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_RITGERD.pdf521.48 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna