is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5338

Titill: 
  • Breytingar á farvegum jökuláa á Skeiðarársandi: 1991–2009
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar er að kortleggja þær breytingar sem orðið hafa á farvegum jökuláa á Skeiðarársandi árin 1991-2009. Miklar breytingar hafa orðið á tímabilinu sem þessi rannsókn nær yfir. Mikil setmyndun varð við útföll Skeiðarár og Gígjukvíslar í jökulhlaupinu sem fylgdi Gjálpargosinu 1996 (Smith o.fl, 2006) en heildarrúmmál hlaupsins var um 3,6 km3 (Helgi Björnsson, 1997). Við rannsóknina var notast við fjarkönnunargögn úr gervitunglunum SPOT 5 og TerraSAR-X. Einnig voru notaðar loftmyndir úr loftmyndasafni Landmælinga Íslands. Gervitunglamyndir voru réttar upp á hæðarlíkan og loftmyndir voru réttar upp við kortagrunn Landmælinga Íslands. Kortavinna fór fram í ArcMap frá Esri. Jökulár og jökullón voru teiknuð upp sem flákar og sýnd á korti í 3. kafla. Þróun jökuljaðars Skeiðarárjökuls var einnig kortlögð til þess að sýna hop jökulsins.
    Helstu niðurstöður eru þær að Gígjukvísl breyttist töluvert í kjölfar jökulhlaupsins haustið 1996 og stór lón mynduðust við útföll árinnar á tímabilinu. Stærstu jökullónin sem mynduðust eru við útföll Gígjukvíslar. Skeiðará breytti útföllum sýnum töluvert á tímabilinu á meðan að Súla hélt útfalli sýnu að mestu óbreyttu. Í júlí 2009 breyttist farvegur Skeiðará þannig að í lok tímabilsins rann hún vestur með jöklinum í Gígjukvísl. Meginástæður tilfærslu Skeiðarár eru hop jökulsporðsins og lækkun jökulsins á milli útfalla Gígjukvíslar og Skeiðarár. Miklar breytingar urðu á Gígjukvísl í kjölfar þess að vatn fór að renna í hana úr Skeiðará. Hop jökulsins var mikið á tímabilinu. Vesturhluti jökulsins rýrnaði um 5 km2, miðhluti rýrnaði um 9,5 km2 og austurhlutinn um 2 km2.
    SPOT 5 og TerraSAR-X myndir reyndust mjög vel við kortlagningu en ratsjármyndir krefjast nokkurrar reynslu til að túlka þær og vinna úr þeim.

Samþykkt: 
  • 19.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5338


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
bs.ritgerd_Ágúst_Þór_Gunnlaugsson.pdf3.77 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna