is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/534

Titill: 
 • Markaðssetning íslenska hestsins : með áherslu á Norður-Ameríku
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Íslenski hesturinn er ein af helstu auðlindum Íslands og aðdráttarafl hans má bera saman við helstu náttúruperlur landsins. Íslenski hesturinn hefur þá sérstöðu að búa yfir tölti og skeiði auk hinna hefðbundnu þriggja gangtegunda, að auki er hann geðgóður og meðfærilegur sem gerir hann að ákjósanlegum frístundarhesti.
  Markaðsstarf miðar að því að greina og uppfylla þarfir markhópa - að markaðssetja þarfir arðvænlega. Markaðssetning er skilvirk á þeirri forsendu að varan afhendi virði til viðskiptavina sinna. Markhópur er skipting ólíks, sundurlauss markaðar í smærri samstæðari hópa til að geta betur náð markmiðum markaðsáætlunar. Áhugafólk um íslenska hestinn býr um allan heim og því er hægt að fullyrða að um alþjóðlegan smáhóp er að ræða. Smáhópur (e. tribe) er hópur eða samfélög sem haldast saman vegna sameiginlegra tilfinningabanda, lífshátta og/eða neyslumynsturs. Þar sem íslenski hesturinn er frábrugðinn öðrum hestategundum og hefur mörg sérkenni má einnig nálgast hann frá sjónarhorni vörumerkjafræðinnar.
  Markaðsmöguleikar fyrir Íslenska hestinn eru mjög miklir í Norður-Ameríku en vegna mikillar samkeppni þarf að vanda rétta ímyndarsköpun, halda gæðum í hámarki og verði sanngjörnu. Íslenski hesturinn státar af miklum sérkennum sem er erfitt fyrir samkeppnisaðila að líkja eftir og gæti því skapað kyninu samkeppnisyfirburði. Norður-Ameríka má teljast nýr markaður sem gefur mikla möguleika en markaðssetning þar er nánast á frumstigi og vanda verður til verks á öllum sviðum til að árangur verði sýnilegur og skilvirkur.
  Lykilorð: Íslenski hesturinn, markaðssetning, markaðsmiðun, smáhópur.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
 • 1.1.2005
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/534


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
markaðssetnhest.pdf461.34 kBTakmarkaðurMarkaðssetning íslenska hestsins - heildPDF
markaðssetnhest_e.pdf140.85 kBOpinnMarkaðssetning íslenska hestsins - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
markaðssetnhest_h.pdf138.7 kBOpinnMarkaðssetning íslenska hestsins - heimildaskráPDFSkoða/Opna
markaðssetnhest_u.pdf 81.78 kBOpinnMarkaðssetning íslenska hestsins - útdrátturPDFSkoða/Opna