is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5341

Titill: 
  • Fornleifafræðin í verki: Gjáskógaruppgröftur rannsakaður eftir vísindaheimspeki Bruno Latour
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Fornleifauppgröfturinn í Gjáskógum sem unninn var af Kristjáni Eldjárn á tímabilinu 1949 – 1960 skildi eftir sig ýmis gögn, þar á meðal minnisbækur, skýringarteikningar, gripi og útgefna lokaskýrslu í Árbók hins íslenska fornleifafélags árið 1961. Uppgröfturinn er endurtúlkaður hér út frá kenningum vísindaheimspekingsins Bruno Latour og atburðarrás hans endurvakin með uppgraftargögnin til hliðsjónar. Bruno Latour er fylgjandi félagslegri mótunarhyggju í vísindaþróun en telur þó að vinnubrögð og tækin sem unnið er með hafi mikil áhrif á hvernig niðurstöðurnar koma út. Fylgst var með túlkunarferlinu á meðan uppgreftri stóð og þær fyrirframgefnu hugmyndir fornleifafræðinga nefndar og hvernig aðrar breyttust eftir því sem fleiri upplýsingar og vísbendingar komu í ljós. Þessi gögn nægðu til þess að geta túlkað og síðar endurtúlkað niðurstöðurnar eftir að uppgrefti lauk og því eru fornleifagögn uppgraftar mikilvæg tæki fornleifafræðinga til að auka vísindalega þekkingu á menningarsögu þó að þau tilheyri uppgrefti sem átti sér stað fyrir rúmlega fimmtíu árum síðan.

Samþykkt: 
  • 19.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5341


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BADavíðBragi.pdf180.55 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna