Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/535
Markmið þessarar skýrslu er að meta áhrif viðskiptahugmyndarinnar um Bláa demantinn á ferðaþjónustu á Reykjanesi.
Byrjað var á að kanna stöðu Reykjaness með tilliti til ferðamanna. Rýnihópur var síðan fenginn til að draga fram áhrifaþætti ferðaþjónustu svæðisins. Hópurinn mat síðan með stigagjöf hver áhrif Bláa demantsins yrðu á ferðaþjónustu svæðisins til ársins 2015. Niðurstöður stigagjafarinnar voru síðan settar í matslíkan og metnar með vægismati.
Niðurstöður úr rannsókninni sýndu meðal annars að lang mikilvægasti þáttur í þróun ferðaþjónustunnar væri markaðssetning svæðisins, þar á eftir kæmi samvinna hagsmunaaðila og síðan samgöngur, mannauður, áhugaverðir staðir og afþreying.
Blái demanturinn samanstendur af fjórum seglum. Þeir eru Blái víkingurinn, Orkuverið jörð, Bláa lónið og Bláa dýpið. Ferðamenn sem koma til landsins hafa helst áhuga á náttúru og menningu, þannig að varan ætti að höfða til þeirra. Nafnið Blái demanturinn gefur til kynna gæði og glæsileika. Þess þarf að gæta að staðið verði undir þeim væntingum með framúrskarandi þjónustu og glæsileika ferðaafurðarinnar.
Það var mat rýnihópsins að Blái demanturinn gæti haft mjög mikil jákvæð áhrif á ferðaþjónustu svæðisins til framtíðar litið. Sé það túlkað á þann veg að þeir sem heimsækja Bláa lónið heimsæki einnig aðra segla Bláa demantsins færu u.þ.b. 630 þúsund gestir um Reykjanes árið 2015.
Lykilorð:
• Viðskiptahugmynd
• Ferðaþjónusta
• Ferðaafurð
• Reykjanes
• Blái demanturinn
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
blaidemanturinn.pdf | 736.34 kB | Takmarkaður | Blái demanturinn - heild | ||
blaidemanturinn_e.pdf | 149.81 kB | Opinn | Blái demanturinn - efnisyfirlit | Skoða/Opna | |
blaidemanturinn_h.pdf | 135.49 kB | Opinn | Blái demanturinn - heimildaskrá | Skoða/Opna | |
blaidemanturinn_u.pdf | 117.07 kB | Opinn | Blái demanturinn - útdráttur | Skoða/Opna |