en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/5350

Title: 
 • Title is in Icelandic Mat á vanlíðan hjá sjúklingum með krabbamein
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Tilgangur þessa fræðilega yfirlits var að skoða vanlíðan hjá sjúklingum með krabbamein, áhættuþætti fyrir vanlíðan, áhrif hennar og hvernig staðið skuli að mati á vanlíðan meðal krabbameinssjúklinga. Sérstaklega er tekið fyrir matstæki sem NCCN (National Comprehensive Cancer Network) hefur þróað.
  Á Íslandi greinast um 1300 manns með krabbamein á ári hverju og um þriðjungur Íslendinga greinast með krabbamein einhvern tíman á lífsleiðinni. Vanlíðan er algengt vandamál meðal krabbameinssjúklinga og hafa rannsóknir sýnt fram á að um þriðjungur krabbameinssjúklinga þjást af vanlíðan. Vanlíðan hefur mikil áhrif á lífsgæði sjúklinga og geta sálræn vandamál haft áhrif á lífshorfur krabbameins-sjúklinga. Þess vegna er mikilvægt er að meta og meðhöndla þetta vandamál.
  NCCN matstækið samanstendur af vanlíðunarhitamæli þar sem sjúklingurinn segir til um vanlíðan sína á skalanum 0-10 og vandamálalista þar sem sjúklingurinn getur gefið til kynna á hvaða sviðum vanlíðanin er. Skoðaðar voru 15 rannsóknir þar sem próffræðilegir eiginleikar mælitækisins voru skoðaðir. Helstu niðurstöður þessa yfirlits eru þær að NCCN mælitækið er auðvelt í notkun og hafa rannsóknir sýnt fram á lögmæti mælitækisins við mat á vanlíðan meðal krabbameinssjúklinga.

Accepted: 
 • May 20, 2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/5350


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
LOKAVERKEFNI.pdf573.86 kBOpenHeildartextiPDFView/Open