is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5357

Titill: 
  • Samsláttur einhverfurófseinkenna og athyglisbrests með ofvirkni (ADHD) hjá börnum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að skoða samslátt einkenna einhverfurófsraskana og athyglisbrests með ofvirkni. Úrtakið var fengið úr gögnum hjá Þroska og hegðunarstöð Heilsugæslunnar og samanstóð af 87 börnum á aldrinum 5-10 ára sem komið höfðu þangað í athugun vegna gruns um athyglisbrest og ofvirkni. Notast var við svör foreldra og kennara þessara barna á Skimunarlista einhverfurófs (ASSQ) og Ofvirknikvarðans (ADHD rating list) og einnig svör foreldra úr greiningarviðtalinu K-SADS. Ný þriggja þáttalausn á ASSQ-listanum var notuð við mat á þeim lista og undirþættirnir bornir saman við Ofvirknikvarðann og K-SADS. Undirþættir ASSQ sem notast var við eru einhverfulík hegðun, félagslegir erfiðleikar og árátta-þráhyggja/tourette. Einnig voru skoðuð skor þeirra sem sendir voru áfram til frekari greiningar á Greiningarstöð ríkisins á ASSQ-listanum. Niðurstöðurnar voru þær að nokkur fylgni er á milli undirþátta ASSQ-listans við Ofvirknikvarðann, þó helst undirþáttarins félagslegir erfiðleikar. Einnig var einhver fylgni milli ASSQ-listans og niðurstöðu K-SADS greiningarviðtalsins. Samkvæmt niðurstöðum spáðu skor kennara betur fyrir en skor foreldra um raskanir hjá börnum út frá skimunarlistum á borð við ASSQ og Ofvirknikvarðann og var meiri fylgni við mat kennaralistanna á hvaða krakkar voru sendir áfram í nánari greiningu á einhverfurófsröskun. Úrtakið var þó fremur lítið og því er nauðsynlegt að setja fyrirvara við niðurstöðurnar.

Samþykkt: 
  • 21.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5357


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
RITGERÐ_KolbrúnHilmar_Lokaskil2.pdf1.12 MBLokaðurHeildartextiPDF