Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5358
Áhrif næturvakta á svefn vaktavinnufólks hafa lítið verið rannsökuð á Íslandi. Vitað er að næturvaktavinna hefur áhrif á svefn- og vökumynstur vegna misræmis milli lífklukkunnar og ytra áreitis svo sem dagsbirtu. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða svefnmynstur hjúkrunarfræðinga sem vinna vaktavinnu. Ýmsir þættir svefns voru kannaðir með virknimæli (Actiwatch®),
spurningalista og svefnskrá. Samanburður var gerður við hóp hjúkrunarfræðinema sem var talinn hafa að jafnaði stöðugra svefnmynstur. Sex starfandi hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum við Hringbraut og jafnmargir nemar, sem stunda dagskóla í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands, tóku þátt í rannsókninni. Mælingatími stóð í viku hjá
hvorum hópi. Starfshlutfall hjúkrunarfræðinganna var 80-100% og unnu þeir ýmist morgun-, kvöld- og/eða næturvaktir. Nemarnir stunduðu nám í dagskóla, um 35 tíma þá skólaviku. Skilyrði fyrir þátttöku voru að einstaklingar væru á aldrinum tuttugu til þrjátíu ára og
barnlausir. Rannsóknarspurning var sett fram: Er svefn hjúkrunarfræðinga í vaktavinnu skertur í samanburði við svefn hjúkrunarfræðinema? Niðurstöður sýndu að hjúkrunarfræðingar fengu marktækt minni svefn á vinnudögum en nemar á virkum dögum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
EvaMariaGudm.pdf | 1.76 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |