is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5359

Titill: 
  • Kynverund fólks með þroskahömlun: Rannsókn um kynfræðslu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Hér verða kynntar niðurstöður úr rannsókninni Kynverund fólks með þroskahömlun – rannsókn um kynfræðslu. Rannsóknin er byggð á eigindlegri rannsóknarhefð og upplýsingum um upplifun viðmælenda á kynfræðslu fyrir fólk með þroskahömlun. Viðtöl voru tekin við mæður sem eiga unglinga og fullorðið fólk með þroskahömlun, kennara sem kenna á grunn- og á framhaldsskólastiginu og við ungt fólk með þroskahömlun á aldrinum 17- 28 ára.
    Niðurstöður rannsóknarinnar bentu til að þekkingu viðmælenda með þroskahömlun í rannsókninni á þáttum sem varða kynheilbrigði og kynlíf almennt hafi verið verulega ábótavant. Mæðurnar söknuðu stuðningi í glímunni við þetta verkefni og vildu meira samstarf við skóla. Hjá mæðrunum mátti merkja tilhneigingu til að bregðast við með ofverndun til að draga úr áhyggjum sínum af hættunni á misnotkun. Upplifun kennara var einnig sú að auka þyrfti kennslu á þessu sviði. Einnig þyrfti að huga betur að kennsluefni fyrir þessa grein og skoða kennsluaðferðir sem þar er beitt til að ná markvissari árangri. Valdefling er lykilþáttur í því að gera fólk með þroskahömlun á öllum aldri betur í stakk búið til að bera ábyrgð á lífi sínu sem kynverur en slíkt getur hins vegar verið flókið þegar bjargirnar eru takmarkaðar í umhverfinu. Rannsóknin veitir mikilvæga innsýn í upplifun og reynslu þátttakenda af kynverund og kynfræðslu og varpar ljósi á þann stuðning og ráðgjöf sem þörf er fyrir í tengslum við þetta ferli.

Samþykkt: 
  • 21.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5359


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kynverund fólks með þroskahömlun - Rannsókn um kynfræðslu (MJ)_lokuð.pdf964,12 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna