en English is Íslenska

Thesis

University of Iceland > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Rannsóknarverkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/5360

Title: 
  • Title is in Icelandic Áhrif aldurs, árstíða og vikudaga á dægursveiflur kvenna
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Menn, líkt og önnur spendýr, sýna daglegar sveiflur í virkni og lífeðlisfræðilegum ferlum. Þessar dægursveiflur sýna endurtekningu á u.þ.b. 24 klst. fresti en með aldrinum er talið að þær flýti sér. Í þessari rannsókn voru bornar saman dægursveiflur kvenna á tveimur aldursskeiðum, annars vegar á þrítugsaldri og hins vegar á sextugsaldri. Mælingar voru teknar með virknimælum í 7 daga við sumarsólstöður og vetrarsólstöður og athugað hvort munur mældist milli árstíða og á milli vikudaga. Auk þess voru þátttakendur beðnir um að fylla út spurningalista á báðum árstíðum. Niðurstöður gefa vísbendingu um að með aldri breytast dægursveiflur kvenna. Konur á miðjum aldri sýndu tilhneigingu til þess að fara fyrr að sofa og vakna fyrr en yngri konur, sem er merki um flýta dægursveiflu. Á milli árstíða reyndust dægursveiflur ekki breytast en hins vegar sást greinilegur munur á virkum dögum og helgardögum. Engin fylgni fékkst á milli hlutlægra og huglægra gagna við samanburð.

Accepted: 
  • May 21, 2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5360


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Áhrif aldurs, árstíða og vikudaga á dægursveiflur kvenna..pdf580.79 kBOpenHeildartextiPDFView/Open