is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5361

Titill: 
  • Tengsl persónuleika og AA-fundasóknar við bata eftir áfengis- og vímuefnameðferð
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Áfengis- og vímuefnaneysla er mikið vandamál á Íslandi. Áætlað er að á milli 10–20% líkur séu á því að einstaklingur nái greiningarviðmiðum fyrir áfengishæði einhvern tímann á lífsleiðinni og margir þurfa að leita sér meðferðar vegna fíknsjúkdóma. Í þessari rannsókn var sjónum beint að þeim þáttum sem gætu tengst bata, nánar tiltekið AA fundasókn og persónuleikagerð hjá þeim sem komið hafa til meðferðar á sjúkrahúsið Vog. Því var spáð að lengstan edrútíma myndu þeir eiga sem færu reglulega (mánaðarlega eða oftar) á AA-fundi, og þeir sem væru með persónuleikgerð sem einkenndist af lítilli tauveiklun (N, neuroticism) og mikilli samviskusemi (C, conscientiousness) samkvæmt NEO-FFI persónuleikaprófinu. Því var einnig spáð að AA fundir myndu best nýtast umræddum persónuleikahópi þ.e. að um samvirkni væri að ræða. Rannsóknin var aftursýn þar sem unnið var með gögn úr erfðarannsókn SÁÁ og Íslenskrar Erfðagreiningar frá 1706 þátttakendum sem svöruðu spurningalistum um AA fundasókn og edrútíma og gengust þar að auki undir NEO-FFI persónuleikaprófið. Meðalaldur þeirra var 51 ár. Einhliða dreifigreining var notuð til að prófa tilgáturnar og helstu niðurstöður voru þær að þeir sem fóru oftar á AA-fundi höfðu marktækt lengri edrútíma. Þeir hópar sem voru með litla taugaveiklun höfðu lengstan edrútíma. Meðaltals edrútíminn var hæstur hjá þeim sem höfðu litla taugaveiklun og mikla samviskusemi, en ekki var marktækur munur á milli einstaklinga með litla taugaveiklun og mikla samviskusemi og þeirra sem höfðu litla taugaveiklun og litla samviskusemi. Ekki reyndist vera samvirkni milli persónuleikagerðar og AA-fundasóknar á edrútíma. Niðurstöðurnar benda til þess að þátttaka í AA-samtökunum sé mikilvægur stuðningur fyrir alla, óháð persónuleika. Huga þarf sérstaklega að þeim hópi fólks sem hefur mikla taugaveiklun, því þeir eiga erfitt með að halda sér edrú.

Samþykkt: 
  • 21.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5361


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
reynar.pdf684.37 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna