is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5362

Titill: 
  • Hindrandi viðhorf til verkjameðferðar meðal íslenskra krabbameinssjúklinga á ópíoíðum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ein helsta orsök fyrir ófullnægjandi verkjameðferð krabbameinssjúklinga eru ranghugmyndir og hindrandi viðhorf til verkjameðferðar. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hindrandi viðhorf til verkjameðferðar meðal íslenskra krabbameinssjúklinga á ópíoíðum. Slík rannsókn hefur ekki verið framkvæmd áður hér á landi. Fjórar rannsóknarspurningar voru hafðar til hliðsjónar við úrvinnslu gagna, þ.e. 1) Hver er tíðni verkja meðal íslenskra krabbameinssjúklinga sem eru á ópíoíðum, styrkleiki verkja og truflandi áhrif þeirra á daglegt líf? 2) Hver er tíðni hindrandi viðhorfa til verkjameðferðar meðal íslenskra krabbameinssjúklinga á ópíoíðum? 3) Eru tengsl á milli hindrandi viðhorfa, verkja og truflandi áhrifa verkja á daglegt líf krabbameinssjúklinga? 4) Tengjast lýðfræðilegir þættir (aldur og kyn) hindrandi viðhorfum til verkjameðferðar meðal krabbameinssjúklinga? Rannsóknin er megindleg þversniðsrannsókn og var úrtakið 150 krabbameinssjúklingar, 18 ára og eldri, sem verið höfðu á ópíoíðum í þrjá daga eða lengur.
    Helstu niðurstöður voru að verkir eru algengir meðal íslenskra krabbameinssjúklinga og hafa truflandi áhrif á daglegt líf þeirra. Hindrandi viðhorf voru til staðar meðal allra þátttakenda í einhverjum mæli.Tengsl voru á milli ákveðinna hindrandi viðhorfa, styrkleika verkja og daglegs lífs. Ekki reyndist marktækur munur á hindrandi viðhorfum á milli kynjanna. Tengsl voru á milli aldurs og hindrandi viðhorfa. Samkvæmt þessum niðurstöðum má álykta að hindrandi viðhorf séu algeng meðal íslenskra krabbameinssjúklinga og hafa þau áhrif á verki og daglegt líf.

Samþykkt: 
  • 21.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5362


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð í skemmu.pdf2.32 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna