is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5364

Titill: 
  • Áhrif svefnvandamála ung- og smábarna á fjölskylduna: Fræðileg samantekt
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Svefnvandamál ung- og smábarna eru algeng og eitt helsta umkvörtunarefni foreldra barna frá fæðingu til fimm ára. Tilgangur þessarar fræðilegu samantektar er að skoða áhrif svefnvandamála barna á fjölskylduna. Með fræðilegri samantekt er leitað svara við eftirfarandi spurningum: Hvaða áhrif svefnvandi hefur á barnið og fjölskyldu þess á meðan á honum stendur? Hvort einhver langtímaáhrif séu til staðar og ef svo er, hver þau séu? Leitað var heimilda í gagnasöfnunum Scopus, googlescholar.com og hvar.is auk þess sem farið var í heimildaskrár notaðra heimilda og fleiri heimildir fundar þar.
    Niðurstöður leiddu í ljós að svefnvandamál barna hafa áhrif á barnið og fjölskyldu þess á meðan á vandanum stendur og í sumum tilvikum hefur vandinn langtímaáhrif. Með hækkandi aldri barna fer algengi svefnvandamála minnkandi en hjá litlum hópi þeirra heldur vandamálið áfram. Algengustu áhrifin af vandanum er að foreldrar eru líklegri til að upplifa aukið álag, streitu og þreytu sem setur þá í aukna áhættu fyrir þunglyndiseinkennum. Áhrifin á börn eru að þau eru líklegri til að eiga við hegðunarvandamál sem og aðrar líkamlegar afleiðingar. Af fræðilegum heimildum má álykta að með aðstoð fagaðila megi gjarnan draga úr afleiðingum af svefnvanda barna.

Samþykkt: 
  • 21.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5364


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heildartexti-pdf.pdf208.44 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna