is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5365

Titill: 
  • Starfsmenn barnaverndarnefnda á Íslandi. Athugun á starfsánægju og streitu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að gera athugun á starfsánægju og streitu starfs-manna barnaverndarnefnda landsins. Rannsóknin var í formi spurningalista sem sendur var rafrænt á alla barnaverndarstarfsmenn landsins eða 117 einstaklinga. Alls svaraði 61 starfsmaður könnuninni eða 52%, 47 konur og 14 karlar.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að 69% starfsmanna eru frekar og mjög ánægðir í starfi. Starfsmennirnir upplifðu hins vegar mjög mikla streitu og álag í starfi eða um 66% og 34% starfsmanna finna fyrir pirringi og streitu í garð ákveðinna þátta starfsins. Í heildina mátu 40% starfsmanna aðstæður í lífi sínu streituvaldandi. Almennt fundu starfsmenn ekki fyrir líkamlegum einkennum í kjölfar streitu en 24% þeirra fundu fyrir einhverjum einkennum síðast¬liðinn mánuð, þá helst þreytu, svefnleysi og höfuðverk. Skoðuð var fylgni milli streitu og starfsánægju og kom í ljós neikvæð fylgni. Það gefur ef til vísbendingar um samband milli þessara þátta. Í kjölfar efnahagshrunsins í október 2008 töldu 66% starfsmanna að álag og streita í starfi hafi aukist og 51% starfsmanna hafa orðið varir við fjölgun barnaverndarmála.
    Þrátt fyrir mikla streitu í starfi barnaverndarstarfsmanna upplifa þeir einnig mikla starfsánægju. Þessar niðurstöður eru sambærilegar rannsóknum sem gerðar hafa verið á starfsmönnum í félagsþjónustu hér á landi og erlendis.
    Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar er hægt að draga þá ályktun að hjá barnaverndarnefndum starfi fólk á réttum starfsvettvangi sem er umhugað um velferð barna. Þeim finnst starfið mikilvægt og gefandi þrátt fyrir mikið álag. Einnig er hægt að draga þá ályktun að stuðningur og fjölbreytileiki í starfi sé mikilvægur fólki sem starfar undir miklu álagi og leiði einnig til aukinnar starfsánægju.

Samþykkt: 
  • 21.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5365


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Starfsmenn barnaverndarnefnda.pdf2.18 MBLokaðurHeildartextiPDF