en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/5368

Title: 
  • is Salmonella í umhverfinu
Abstract: 
  • is

    Salmonella tegundir geta verið hættulegir sýklar í umhverfinu, bæði fyrir menn og dýr. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á tilvist Salmonella í umhverfinu, bæði í sjó, ferskvatni, jarðvegi og villtum dýrum og oft á tíðum geta sýkingar sem rekja má til umhverfisins haft alvarlegar afleiðingar. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna tilvist Salmonella í umhverfi á höfuðborgarsvæðinu. Tekin voru umhverfissýni á tímabilinu 12. apríl til 3. Maí 2010 á fimm stöðum, þ.e. við Kópavogstjörn, Reykjarvíkurtjörn, í síki við náttúrufræðihúsið Öskju, við ströndina í Skerjafirði og í skólprásarkerfi í skólphreinsistöðinni við Klettagarða. Sýnin voru vatnssýni, fugladritsýni og sandsýni af ströndinni. Til þess að reyna að athuga tilvist Salmonella voru notaðar hefðbundnar greiningaraðferðir. Fyrst voru sýni látin í forræktun í bufferað peptón vatn, síðan voru sýni úr forræktunum látin í auðgunarætin Rappaport-Vassiliadis Soya og Tetrathionate Broth Base. Úr þeim var síðan strikað á sérhæfðu agarætin Brilliant green agar (modified) og XLD agar bæði við 24 klst. og 48 klst. Selenite cystine broth auðgunaræti var einnig notað fyrir skólpsýnin. Líklegar Salmonella kólóníur voru valdar m.t.t. útlitseinkenna og lífefnafræðilegar prófanir gerðar á þeim. Þau voru ureasa próf á urea agar, TSI próf og LIA próf ásamt því að API 20E fjölpróf voru notuð til staðfestingar. Niðurstöður urðu þær að Salmonella einangraðist aðeins úr 5 sýnum sem tekin voru tvisvar sinnum úr skólphreinsistöðinni en úr engum öðrum umhverfissýnum. Þetta bendir til þess að aðrir sýnatökustaðir hafi verið lausir við Salmonella og eins fuglarnir sem drit var tekið frá, a.m.k. á þeim tíma sem þessi sýni voru tekin. Þó er ekki hægt að staðhæfa um það en fróðlegt væri að gera aðra rannsókn með meiri sýnafjölda og jafnvel að sumri til.

Accepted: 
  • May 21, 2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5368


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
salmonellaiumhverfinu-HL.pdf14.74 MBOpenHeildartextiPDFView/Open