is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5370

Titill: 
  • Stuðningur við jákvæða hegðun: Beinar áhorfsmælingar í 1-3 bekk í þremur grunnskólum í Reykjanesbæ vorið 2010
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Grunnskólar þurfa einhverjar aðferðir til þess að takast á við hegðunarvandamál vegna þess að mörg börn glíma við slík vandamál. Hægt er að flokka hegðunarvandamál eins og gert er í DSM–kerfi. Algengustu hegðunarraskanir barna eru ofvirkniröskun (attention-defict/hyperactivity disorder; ADHD) mótþrjóskuröskun (oppositional defiant disorder; ODD) og hegðunarröskun (conduct disorder; CD). Stuðningur við jákvæða hegðun (positive behavior support; PBS) er ein leið til þess að takast á við hegðunarvandamál í grunnskólum. Þrír grunnskólar í Reykjanesbæ hafa verið að innleiða PBS síðan haustið 2007. Mælingarnar í þessari rannsókn voru teknar vorið 2010 og eru hluti af mati á áhrifum PBS í þessum skólum. Niðurstöðurnar sýndu að kennarar nota aðferðir PBS að einhverju leyti. Minna var um að kennarar og annað starfsfólk fylgdu aðferðum PBS kerfisins á almennum svæðum en í kennslustofum. Sömuleiðis var meira um óæskilega hegðun á almennum svæðum en í kennslustofum. Hugsanlega má skýra verri hegðun á almennum svæðum með því að þar var minna um að starfsmenn fylgdu PBS kerfinu.

Athugasemdir: 
  • Ritgerðin er lokuð fram í janúar 2011.
Samþykkt: 
  • 21.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5370


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Stuðningur við jákvæða hegðun:pdf.pdf6.23 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna