Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/5371
Áhrif nálastungu- og þrýstipunktameðferða sem viðbótarmeðferð við ógleði og uppköstum í krabbameinslyfjagjöf
Tilgangur með þessari fræðilegu samantekt var að skoða áhrif nálastungumeðferða sem viðbótarmeðferð við ógleði og uppköstum í krabbameinslyfjagjöf. Allt að 60% einstaklinga finna fyrir ógleði og/eða uppköstum eftir krabbameinslyfjameðferð og geta slíkar aukaverkanir haft áhrif á lífsgæði og meðferðarheldni einstaklinga. Meðferð við ógleði og uppköstum felst fyrst og fremst í notkun velgjustillandi lyfja en viðbótarmeðferðir eins og nálastungur hafa einnig verið notaðar til að bæta líðan. Eftirfarandi rannsóknarspurningar voru settar fram: 1) Gagnast nálastungu- og þrýstipunktameðferðir við ógleði og uppköstum eftir krabbameinslyfjameðferð? 2) Eru einhverjar meðferðir, nálastungur, þrýstipunktameðferð eða rafleiðninálastungur, sem gagnast betur heldur en aðrar? Leitað var í gagnasöfnum PubMed, Scopus og EbscoHost og var unnið með 12 slembistýrðar tilraunarannsóknir. Niðurstöður rannsókna leiddu í ljós að nálastungumeðferðir gagnast sem viðbótarmeðferð við ógleði og uppköstum. Þá er þrýstipunktameðferð með beinum þrýstingi eða notkun þrýstipunktaarmbanda hvað áhrifaríkust og er hún einföld, örugg og ódýr aðferð
| Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
|---|---|---|---|---|---|
| Hanna María, lokaeintak.pdf | 1,43 MB | Open | Heildartexti | View/Open |