Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5373
Knattspyrna er lang vinsælasta íþróttagreinin innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og um 30 prósent iðkenda er kvenfólk. Á árinu 2007 voru á vegum Knattspyrnusambands Íslands níu lið í efstu deild kvenna sem spiluðu sextán leiki í deildarkeppni á landsvísu auk eins til fjögurra leikja í bikarkeppni sem er útsláttarkeppni. Afleiðingar meiðsla geta verið líkamlegir verkir, missir af æfingum og keppni, brottfall úr íþróttinni og líkur á ótímabæru sliti í liðamótum. Markmið rannsóknarinnar var að skoða algengi, staðsetningu, tegund, og áhættuþætti meiðsla hjá knattspyrnukonum í efstu deild á Íslandi og nota til þess þær aðferðir og skilgreiningar sem Alþjóðaknattspyrnusambandið mælir með. Öll níu liðin sem þátt tóku í keppni efstu deildar á vegum Knattspyrnusambands Íslands tóku þátt í rannsókninni, skráðu ástundun leikmanna á æfingum og í leikjum, og meiðsli sem leikmenn urðu fyrir á árinu 2007. Niðurstöður voru þær helstar að heildaralgengi (95% öryggismörk) meiðsla var 3,4 (3,1-3,7) meiðsli á hverjar 1000 klukkustundir við knattspyrnuiðkun. Algengi meiðsla í keppni var 15,1 (11,8-19,2) meiðsli á hverjar 1000 klukkustundir í keppni, og algengi meiðsla á æfingum var 1,7 (1,3-2,2) meiðsli á hverjar 1000 klukkustundir á æfingum. Af heildarfjölda meiðsla voru 47,9% flokkuð sem endurtekin meiðsli. Algengasta staðsetning meiðsla var á ökklum (28,1%) og algengasta tegund meiðsla var liðbandstognun (30,6%). Saga um fyrri meiðsli á neðri útlimum (OR=2,686, p=0,009) og viðbótar keppnisstundir (OR=1,022, p=0,023) voru marktækir áhættuþættir fyrir nýjum meiðslum á neðri útlimum. Algengi meiðsla í knattspyrnu kvenna í efstu deild á Íslandi er svipað og gerist í efstu deildum hjá öðrum þjóðum en algengi endurtekinna meiðsla er hærra á Íslandi í samanburði við aðrar þjóðir.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Algengi meiðsla í knattspyrnu kvenna í efstu deild á Íslandi.pdf | 549.57 kB | Opinn | Meginmál | Skoða/Opna | |
FIFA F-MARC The 11+.pdf | 4.83 MB | Opinn | Fylgiskjal 1 FIFA F-MARC The 11+ | Skoða/Opna | |
Skýrsla um meiðsli.pdf | 130.48 kB | Opinn | Fylgiskjal 2 Skýrsla um meiðsli | Skoða/Opna | |
Upplýsingatexti um rannsóknina og upplýst samþykki..pdf | 52.61 kB | Opinn | Fylgiskjal 3 Upplýst samþykki | Skoða/Opna | |
Grunnupplýsingar um leikmann.pdf | 71.05 kB | Opinn | Fylgiskjal 4 Grunnupplýsingar um leikmann | Skoða/Opna | |
Skýrsla um æfingasókn.pdf | 79.65 kB | Opinn | Fylgiskjal 5 Skýrsla um æfingasókn | Skoða/Opna |