is Íslenska en English

Lokaverkefni Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Rannsóknarverkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5374

Titill: 
  • Lærdómsáhrif, samkvæmni og áhrif tímasetningar á 6 mínútna gönguprófið hjá sjúklingum með langvinna hjartabilun og langvinna lungnateppu
Útdráttur: 
  • Sex mínútna gönguprófið er einfalt, ódýrt og auðvelt próf sem hægt er að styðjast við í meðhöndlun á hjarta- og lungnasjúkdómum. Niðurstöður prófsins geta gefið upplýsingar um hreyfigetu, dánarlíkur og líkur á spítalainnlögn. Sýnt hefur verið fram á að gönguvegalengd eykst þegar sjúklingar framkvæma prófið með stuttu millibili vegna lærdómsáhrifa. Í þessari ritgerð eru lærdómsáhrif mæld og athuguð áhrif þeirra á túlkun niðurstaðna. Auk þess var reynt að renna stoðum undir þá tilgátu að tímasetning hafi ekki áhrif á niðurstöður og athugað hvort hún standist. Þar að auki var athugað hvort munur væri á prósentu af áætlaðri gönguvegalengd milli LLT og LHB sjúklinga, hvort endurhæfing skilaði klínískt marktækri aukningu í gönguvegalengd og hvort fjöldi pakkaára sýni fylgni við prósentu af áætlaðri gönguvegalengd. Efni og aðferðir. 50 sjúklingar, 25 með LLT (14 kvk og 11 kk) og 25 með LHB (2 kvk og 23 kk) voru fengnir til að framkvæma 6 mínútna gönguprófið fjórum sinnum við innskráningu í endurhæfingu á Reykjalundi og fjórum sinnum við útskráningu. Farið var eftir stöðluðum leiðbeiningum í framkvæmd prófsins. Niðurstöður: Prósenta af áætlaðri gönguvegalengd milli sjúklinga með LLB og LHB var ekki marktækt mismunandi.
    Meðal gönguvegalengd miðað við besta próf hvers einstaklings fyrir endurhæfingu var 511,4 metrar og eftir endurhæfingu 558,7 metrar. Það telst ekki klínískt marktækur munur. Púls var hærri eftir endurhæfingu (+7,1, P=0,003) og súrefnismettun lægri (-2,1, P<0,001). Marktækur munur var á milli gönguprófanna fjögurra fyrir endurhæfingu og eftir endurhæfingu. Ekki var marktækur munur milli þess að nota niðurstöður úr klínískri framkvæmd (2 próf við innskrift, 1 við útskrift) og að framkvæma fjögur próf við innskrift og útskrift. Ekki fundust áhrif af tímasetningu á gönguvegalengd. Fjöldi pakkaára sýndi ekki fylgni við prósentu af áætlaðri gönguvegalengd, hvorki fyrir né eftir endurhæfingu. Umræða: Áhrif sjúkdómanna tveggja eru mjög álíka (andnauð, máttleysi), sem útskýrir af hverju hóparnir eru að ganga jafn langt. Sjúklingar eru ekki að ná klínískt markækri aukningu í gönguvegalengd við endurhæfingu, mögulega vegna versnandi sjúkdóms. Lærdómsáhrif eru til staðar en nóg er að framkvæma eitt prufupróf við innskrift til að fá áreiðanlegar niðurstöður. Tímasetning er ekki mikilvæg við framkvæmd prófsins, en mælt er með að próf séu framkvæmd á sama tíma. Ekki er hægt að nota fjölda pakkaára til að áætla prósentu af áætlaðri gönguvegalengd og varasamt er að nota það til að áætla gönguvegalengd vegna fylgni við aldur.

  • Útdráttur er á ensku

    The six minute walk test is a simple, inexpensive and easy test that can be used in the treatment of cardiopulmonary disease. The outcome of the test can provide information about functional status and likelihood of mortality and hospitalisation. An increase between tests has been observed when the tests are performed with a short interval which is the result of learning effects. In this report the learning effects are measured and their influence on the interpretation of results is examined. Furthermore, it was attempted to test the hypothesis that timing has no effect on outcome measures. Also, the questions of whether a difference is seen or not in percentage of predicted walk distance between COPD and CHF patients, if rehabilitation yields a clinically significant increase in walk distance and whether the number of pack years is correlated with percentage of predicted walk distance were addressed. Materials and methods. 50 patients, 25 with COPD (14 F and 11 M) and 25 with CHF (2 F and 23 M) were signed up and performed four walk test prior to rehabilitation at Reykjarlundur and four walk test post rehabilitation. Standardized protocol was followed for conducting the tests. Results. Percentage of predicted walk distance between COPD and CHF patients was not significantly different. The mean distance of the test with the best performance for each patient pre rehabilitation and post rehabilitations was 511,4 meters and 558,7, respectively. That does not constitute a clinically significant difference. Pulse was higher post rehabilitation (+7,1, P=0,003) and oxygen saturation was lower (-2,1, P<0,001). A statistically significant difference was between all of the test before and after rehabilitation. There was no significant difference between using the outcome from a clinical procedure (2 test pre rehabilitation, one test post) and performing four test at both occations. The was no significant effect of timing on walk distance observed. The number of pack years and walk distance were not correlated, neither before nor after rehabilitation. Discussion. The adverse effects of both diseases manifest themselves similarly (dyspnea, fatigue) which explains why the two groups have a similar walk distance. Patients are not achieving a clinically significant increase in walk distance from rehabilitation, possibly because of a worsening of the disease. A learning effect is present but it is sufficient to perform one practice test at enrollment for reliable results. Timing of the test is not important, but it is advised that the test be performed at the same time of day. Pack years can not be used for the estimation of percentage of predicted walk distance and are not recommended for assuming walk distance cause of correlation with age.

Samþykkt: 
  • 25.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5374


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
EEH_6MWT.pdf259.63 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna