is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5376

Titill: 
  • „Stífur sóknarbolti í glötuðum leik.“ Um hrunið í ljósi kenningar Hobbes
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um Thomas Hobbes og bók hans Leviathan í samhengi hruns hins íslenska efnahagslífs. Farið er í gegnum þær kenningar Hobbes sem snerta málefni ritgerðarinnar. Æviágrip Hobbes eru rakin, meginstef Leviathan og hið svartsýna viðhorf Hobbes til mannkynsins. Fjallað er um skilning Hobbes á mannskepnunni. Samkvæmt honum sækist hver og einn einstaklingur eftir að seðja lyst sína og forðast andúð. Til þess þarf vald, en vald er ávallt í togstreitu við annað vald. Fjallað er um skilning Hobbes á siðferðiskennd mannsins. Hobbes telur að bein tengsl séu á milli siðferðis einstaklinga og hræðslu við refsingu, og eru því mannverur með öllu siðlausar án yfirvalds. Í hinu náttúrulega ástandi býr fólk utan samfélags og er líf þess snautt, napurt og fullt eymdar. Til að losna úr þessu ástandi ganga einstaklingar til samfélagssáttmála og afsala sér náttúruréttindum til einvalds sem ræður einn og óskoraður ríkinu. Einvaldur hefur þá skyldu að vernda borgara sína gegn hættum innan sem utan ríkisins. Vald einvalds er lóðrétt, en allir borgarar eru jafn undirsettir honum og eiga því að búa við lagalegt jafnrétti. Ef einvaldinum tekst ekki að vernda borgara sína þá fellur samfélagssáttmálinn úr gildi. Efnahagshrunið er skoðað út frá 8. bindi rannsóknarskýrslu Alþingis. Einkavæðingarferli ríkisbankanna tveggja er skoðað og það hvernig nýju stjórnendur bankanna fóru með völd sín. Fram kemur að bankamenn reyndu annaðhvort að komast hjá lögum eða að fylgja aðeins bókstaf þeirra, en bæði brýtur gegn sýn Hobbes á því hvernig ríki eigi að virka. Ritgerðin telur aðalorsök hrunsins liggja í laissez-faire eftirlitsleysisstefnunni sem var ríkjandi á góðærisárum Íslands, en hvatti hún til nokkurskonar náttúrulegs ástands í efnahagslífi landsins. Ríkið sýndi sig vanhæft til að vernda borgara sína gegn falli bankanna og því voru hefndarviðbrögð mótmælenda réttlætanleg út frá pólitísku lömunarveikinni sem hrjáði stjórnvöld og því siðrofi sem bankamenn virtust haldnir.

Samþykkt: 
  • 25.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5376


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Stífur sóknarbolti í glötuðum leik.pdf360.1 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna