is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Umhverfis- og auðlindafræði >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5384

Titill: 
  • Vistspor Íslands
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Á undanförnum árum hefur ákallið um sjálfbæra þróun farið stöðugt hækkandi. Í kjölfar þessa hafa komið fram hinir ýmsu vísar sem leitast við að mæla sjálfbærni. Einn slíkra er Vistsporið eða The Ecological Footprint. Markmið þessarar rannsóknar var að reikna út Vistspor Íslands eftir viðurkenndum leiðum Global Footprint Network og um leið reyna að meta hversu hentugur vísirinn er fyrir íslenskar aðstæður. Niðurstöður rannsóknarinnar leiða í ljós að með því að leggja vísinn óbreyttan á Ísland fær það langstærsta Vistspor jarðar; 56 jarðhektara á mann. Þessi niðurstaða er þó röng þar sem ekki er tekið tillit til sérstakra aðstæðna landsins í orkumálum og sjávarútvegi. Talan er því mun hærri en hún ætti að vera. Þrátt fyrir það virðist allt benda til þess að Íslendingar séu neyslufrekasta þjóð jarðar miðað við þær niðurstöður sem fást með aðferðum Vistsporsins. Rannsóknin er um fram allt fyrsta skrefið í leitinni að raunhæfri niðurstöðu fyrir Vistspor Íslands og kallar eftir fleiri rannsóknum auk þess að benda á leiðir til frekari aðlögunar sem gætu hjálpað til við að gera vísinn hentugan fyrir Íslenskar aðstæður.

Samþykkt: 
  • 25.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5384


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Vistspor Íslands.pdf845.87 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna