is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5386

Titill: 
  • Notagildi fæðingafræðslunámskeiða: Sjónarhorn nýbakaðra mæðra
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að fá upplýsingar um upplifun nýbakaðra mæðra á notagildi fæðingafræðslunámsskeiða. Rannsóknin er hluti af stærra verkefni sem felur í sér að skoða notagildi foreldrafræðslunámsskeiða frá sjónarhorni foreldra. Eftirfarandi rannsóknarspurningar voru hafðar að leiðarljósi: Hvernig finnst konum fæðingarfræðslunámsskeiðið hafa nýst þeim í fæðingunni? Eru tengsl milli upplifunar kvenna af fæðingunni og upplifunar þeirra af notagildi fæðingarfræðslunámsskeiðsins? Eru tengsl milli upplifunar kvenna af notagildi fæðingarfræðslunámsskeiðsins og notkunar þeirra á bjargráðum með og án lyfja í fæðingunni?
    Aðferðafræði rannsóknarinnar var megindleg þar sem upplýsingum var aflað með spurningarlistum sem konur sem höfðu farið á fæðingarfræðslunámskeiðið svöruðu 4 - 6 vikum eftir fæðinguna. Úrvinnsla gagna fór fram í SPSS og niðurstöður eru settar fram með lýsandi tölfræði og fylgniprófum.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að: Konum finnst fræðslan sem þær fengu á námskeiðinu hafa nýst þeim í fæðingunni. Þær upplifa að hafa fengið hagnýtar upplýsingar um bjargráð með og án lyfja, en tiltölulega algengt virðist að ekki sé kennd slökun, öndun né nudd á námskeiðunum. Konurnar töldu námskeiðið hafa aukið sjálfstraust þeirra fyrir fæðinguna og í mörgum tilvikum hafa dregið úr áhyggjum þeirra varðandi fæðinguna. Flestum konunum fannst heimsóknin á fæðingadeildina mikilvægur hluti af undirbúningi sínum fyrir fæðinguna og töldu sig hafa fengið raunsæja mynd af fæðingunni á námskeiðinu. Það eru tengsl milli upplifunar kvenna af fæðingunni og upplifunar þeirra af notagildi fæðingarfræðslunámskeiðsins. Sú fylgni tengist aðallega þeirri upplifun kvennanna að fæðingin hafi gengið vel og verið jákvæð upplifun fyrir þær, að þær hafi ráðið vel við aðstæður í fæðingunni og haft nægilegt sjálfstraust til að bera fram óskir sínar við starfsfólk en ekki því hvort starfsfólk tók tillit til áforma og óska þeirra. Ekki virðast vera tengsl milli upplifunar kvenna af notagildi fæðingarfræðslunámskeiðsins og notkunar þeirra af bjargráðum.

Samþykkt: 
  • 25.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5386


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Notagildi fæðingafræðslunámskeiða - Sjónarhorn nýbakaðra mæðra.pdf1.9 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna