is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/539

Titill: 
 • Þvermenningarleg stjórnun : íslenskir stjórnunarhættir í Eimskip í Hollandi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Samanburður á þjóðmenningu Íslands og Hollands hefur leitt í ljós að löndin hafa lík gildi í mörgum víddum, en helsti munur liggur í langtímaviðhorfi Hollendinga á móti skammtímaviðhorfi Íslendinga. Auk þess eru Hollendingar óvissufælnari en Íslendingar. Þetta hefur þau áhrif inn í fyrirtækjamenningu að Íslendingar verða óskipulagðir og á síðustu stundu með allt, í augum Hollendinga og Hollendingar verða ósveigjanlegir og tregir til að „redda hlutunum“ í augum Íslendinga.
  Fyrirtækjamenning Eimskips í Hollandi er því lituð af áhrifum frá þjóðmenningu Íslands í gegnum íslenskan yfirmann og íslenska starfsmenn. Einnig einkennist hún af áhrifum frá hollenskri þjóðmenningu, en það er ekki að undra þar sem meirihluti starfsmanna ber gildi þeirrar menningar. Breytingar hafa átt sér stað innan Eimskips á Íslandi sem hafa víðtæk áhrif, þar á meðal á fyrirtækjamenningu Eimskips bæði á Íslandi og í Hollandi. Þó er ekki hægt að segja að stjórnendur geti stjórnað fyrirtækjamenningunni auðveldlega, en nefna má að breytingarnar á Íslandi hafa haft neikvæð áhrif á fyrirtækjamenningu Eimskips á Íslandi.
  Þá varpa vinnuviðhorfin ljósi á það að vinnan gegnir ólíku hlutverki í lífi Hollendinga og Íslendinga. Íslendingar vilja frekar fá krefjandi vinnu og sjá árangur af starfi sínu heldur en Hollendingar. Viðtöl leiddu í ljós að Íslendingar vilja einnig bera meiri ábyrgð en Hollendingarnir. Ísland hefur mun sterkari vinnumenningu heldur en Holland og hafa þessi viðhorf áhrif á fyrirtækjamenninguna og hvernig stjórnunarhættir eiga við.
  Íslenski stjórnandinn þarf að nota þá starfshvata sem höfða til starfsmanna, en sömu starfshvatarnir höfða ekki til landa beggja þjóðanna. Íslendingar þurfa að finna árangur af starfi sínu en Hollendingar þurfa að finna að þeir fylgi fyrirmælum og starfslýsingum.
  Lykilorð: þjóðmenning, fyrirtækjamenning, menning, vinnuviðhorf, starfshvatar

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 01.05.2015
Samþykkt: 
 • 1.1.2005
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/539


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
thver.pdf412.09 kBOpinnÞvermenningarleg stjórnun - heildPDFSkoða/Opna
thver_e.pdf124.89 kBOpinnÞvermenningarleg stjórnun - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
thver_h.pdf106.66 kBOpinnÞvermenningarleg stjórnun - heimildaskráPDFSkoða/Opna
thver_u.pdf78.84 kBOpinnÞvermenningarleg stjórnun - útdrátturPDFSkoða/Opna