is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5397

Titill: 
  • Samvirkni ábyrgðar við vitsmunabrest og hvatvísi í áráttu- og þráhyggjuröskun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þegar fólk finnur til ábyrgðar telur það sig geta orsakað eða komið í veg fyrir slæma atburði. Vitsmunabrestur (cognitive failures) er brestur í hugarstarfi. Þegar hvort tveggja er mikið er líklegt að endurskoðunarárátta komi fram. Fengist hafa tengsl milli ábyrgðar og hvatvísi í fyrri rannsóknum. Búist var við að ábyrgð og vitsmunabrestir spáðu fyrir um áráttu og þráhyggju, og þá sérstaklega endurskoðunaráráttu. Einnig var búist við samvirkni milli ábyrgðar og vitsmunabresta sem og hvatvísi og ábyrgðar. Þátttakendur voru 295 háskólanemar sem fylltu út fimm spurningalista, RAS (Responsibility Attitudes Scale), CFQ (Cognitive Failures Questionnaire), OCI-R (Obsessive-Compulsive Inventory – Revised), HADS (Hospital Anxiety and Depression Scale), ADHD (Attention Deficit Hyperactivity Disorder). Samvirkni var milli ábyrgðar og vitsmunabresta í endurskoðunaráráttu. Þegar ábyrgð var mikil spáðu vitsmunabrestir betur fyrir um endurskoðun en þegar ábyrgð var lítil og öfugt fyrir mikla vitsmunabresti. Samvirknihrif komu fram milli ábyrgðar og hvatvísi í áráttu og þráhyggju auk undirkvarðans hlutleysing. Þegar ábyrgð var mikil spáði hvatvísi betur fyrir um áráttu og þráhyggju og hlutleysingu en þegar ábyrgð var lítil og öfugt fyrir mikla hvatvísi. Niðurstöður voru eins og búist var við.

Samþykkt: 
  • 26.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5397


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heildartexti.pdf349.92 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna