is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5398

Titill: 
  • Mat á réttmætiskvörðum Personality Assessment Inventory (PAI)
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar rannsóknar var að meta hvort réttmætiskvarðar íslensku þýðingar Personality Assessment Inventory (PAI) greindu á milli þeirra sem gefa af sér ranga mynd og þeirra sem svara heiðarlega. PAI er 344 atriða persónuleikapróf sem byggist á sjálfsmati og notað er til að meta einkenni geðraskana, samskiptastíl, meðferðarheldni auk réttmætis svara. Úrtaki rannsóknarinnar samanstóð af 243 háskólanemum sem svöruðu heiðarlega, 110 sjúklingum af verkja- og geðsviði (klínískur hópur), 25 háskólanemum sem gerðu sér upp þunglyndi (neikvæð uppgerð), 23 háskólanemum sem gerðu sér upp geðklofa (neikvæð uppgerð) og 25 háskólanemum sem gáfu af sér fegraða mynd (jákvæð uppgerð). Kannaðir voru sérstaklega sex réttmætiskvarðar, þrír sem meta neikvæða uppgerð (NIM, MAL og RDF) og þrír sem meta jákvæða uppgerð (PIM, DEF og CDF). Niðurstöðurnar voru í stórum dráttum svipaðar því sem erlendir rannsakendur hafa komist að. NIM og MAL greindu nokkuð vel á milli þeirra sem gerðu sér upp geðklofa og klínísks hóps en voru síðri þegar kom að uppgerð á þunglyndi. RDF var bestur af þeim kvörðum sem greina neikvæða uppgerð og greindi vel á milli uppgerðar á geðklofa og klínísks hóps og einnig ágætlega á milli uppgerðar á þunglyndi og klínísks hóps. Af kvörðunum sem greina jákvæða uppgerð voru PIM og DEF svipaðir en þeir greindu ágætlega á milli jákvæðrar uppgerðar og heiðarlegrar svörunar háskólanema. Þó greindu þeir töluvert af seinni hópnum ranglega með uppgerð. CDF kvarðinn var lakastur af þeim en ekki var marktækur munur á fyrrgreindum hópum.

Samþykkt: 
  • 26.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5398


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
PAI cand.psych lok með viðaukum.pdf1.8 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna