is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5399

Titill: 
  • Meðferð við félagsfælni. Áhrif endurgjafar með upptöku á misræmi í mati á eigin frammistöðu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi fór fram á meðal þátttakenda á námskeiði við félagsfælni og meðal háskólanema. Þátttakendur voru 33. Í rannsókninni voru áhrif endurgjafar með upptöku og hugræns undirbúnings könnuð með tilliti til breytinga á væntingum félagsfælinna til eigin frammistöðu, mats þeirra á frammistöðu sinni og kvíða fyrir ræðuhöldum auk þess sem áhrif endurgjafar og hugræns undirbúnings á sjálfmiðaða athygli og bakþanka voru könnuð. Þátttakendur, sem allir uppfylltu greiningarskilmerki fyrir félagsfælni, héldu tvær ræður með einnar viku millibili og mátu frammistöðu sína fyrir og eftir ræður. Ræður voru teknar upp á myndband auk þess sem aðrir þátttakendur fylgdust með ræðuhöldum og mátu frammistöðu annarra þátttakenda. Rannsóknin byggir á samanburði þriggja hópa sem fengu ýmist enga endurgjöf eða endurgjöf með eða án fyrirmæla um að draga úr sjálfmiðaðri athygli við áhorf á upptöku. Þátttakendur í hópum sem fengu endurgjöf fengu allir hugrænan undirbúning fyrir áhorf. Meginniðurstaða þessarar rannsóknar er að það eitt að flytja ræðu oftar en einu sinni eykur trú félagskvíðinna á eigin frammistöðu, dregur úr neikvæðum hugmyndum þeirra um eigin frammistöðu og minnkar kvíða fyrir ræðuhöld. Æfingaáhrif eru því töluverð og skjótfengin. Niðurstöður benda jafnframt til að endurgjöf beri árangur í að leiðrétta misræmi í mati á eigin frammistöðu og minnka kvíða fyrir ræðuhöld, umfram einföld æfingaáhrif. Niðurstöður þessarar rannsóknar styðja þá megintilgátu að hugrænn undirbúningur auki áhrif af endurgjöf. Væntingar til frammistöðu jukust þó svipað fyrir ólíka hópa rannsóknarsniðs ólíkt því sem gert er ráð fyrir í tilgátum en misræmi í mati lækkar mest fyrir þá sem fengu endurgjöf auk fyrirmæla, næst mest fyrir þá sem fengu eingöngu endurgjöf en minnst fyrir þá sem fengu enga endurgjöf. Hið sama á við um breytingar á kvíða og sjálfmiðaðri athygli á milli ræðuhalda. Niðurstöður benda ekki til þess að bakþankar séu mikilvæg miðlunarbreyta í þessum áhrifum.

Samþykkt: 
  • 26.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5399


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaútgáfa - til prentunar.pdf1.16 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna