Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5403
Tilgangur þessa verkefnis var að athuga árangur af árveknimiðaðri hugrænni meðferð við kvíða á Íslandi. Þátttakendur í rannsókninni voru 41 talsins, allir með kvíðaröskun af einhverju tagi. Þeim var vísað í meðferðina af fagaðilum á Landspítala Háskólasjúkrahúsi. Meðlimir úr sex meðferðarhópum voru þátttakendur í rannsókninni og stóð hver meðferðareining yfir í 8 vikur. Tímar voru vikulega, tvo tíma í senn. Niðurstöður leiddu í ljós marktæka lækkun á kvíða- og þunglyndiseinkennum, áhyggjum og neikvæðum sjálfvirkum hugsunum. Marktækan mun var ekki að finna á matslistum sem mæla færni í árvekni eða hugrænan sveigjanleika. Fylgni milli meðferðarárangurs og lýðfræðilegra breyta, sem og við mat þátttakenda á námskeiðnu að því loknu er skoðuð.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Árveknimiðuð hugræn meðferð við sjúklegum kvíða_Frumraun á Íslandi.pdf | 246.69 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |