Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5404
Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga tengsl Athyglisbrests með ofvirkni (Attention-deficit/hyperactivity disorder, ADHD) og hegðunarvanda við daglegar rútínur barna. Jafnframt var markmiðið að athuga hvort rútínur barna með ADHD væru frábrugðnar rútínum barna í almennu þýði. Rútínur barna voru metnar með CRQ-IS (Child Routines Questionnaire–IS) sem er foreldramatskvarði þar sem foreldar eru látnir meta rútínur barna sinna með því að svara hversu oft þær eiga sér stað. Þátttakendur voru foreldrar 31 barns sem höfðu nýlega fengið greiningu ADHD. Niðurstöður gáfu til kynna að rútínum barna með ADHD virtist fækka eftir því sem alvarleiki ADHD var meiri. Börn með ADHD höfðu færri rútínur sem varða heimilisskyldur, samveru fjölskyldu og daglegt líf heldur en börn í stöðlunarúrtakinu. Hins vegar höfðu börn með ADHD fleiri agarútínur heldur en börn í stöðlunarúrtakinu. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa vísbendingar um að rútínur barna með ADHD séu að einhverju leiti frábrugðnar rútínum barna í almennu þýði og hugsanlegt er að hægt sé að nýta þá þekkingu til að þróa bæði forvarnar- og meðferðarúrræði við hegðunarvanda.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Tengsl ADHD og hegðunarvanda við daglegar rútínur barna.pdf | 706.04 kB | Lokaður | Heildartexti |