is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5406

Titill: 
  • Skýringarlíkön sjálfsskaða
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Samkvæmt bestu vitund höfunda hafa engar rannsóknir verið gerðar þar sem skoðuð hafa verið skýringarlíkön sjálfsskaða. Sjálfsskaði hefur ekki verið mikið rannsakaður á Íslandi og þess vegna gæti þessi rannsókn verið góður grunnur að bættri þjónustu og meðferð fyrir einstaklinga sem skaða sig. Rannsóknarsnið sem notast var við í rannsókninni var túlkunarfræðileg fyrirbærafræði. Þátttakendur rannsóknarinnar voru sjö konur sem allar höfðu reynslu af endurtekinni sjálfsskaðandi hegðun. Tekin voru viðtöl við konurnar þar sem þær voru spurðar um reynslu og upplifun þeirra af sjálfsskaðanum.
    Niðurstöður rannsóknarinnar eru settar upp í skýringarlíkan og kemur fram að helsta ástæða fyrir sjálfsskaðanum er mikil vanlíðan. Orsakir þessarar vanlíðunar eru ýmis áföll í æsku, svo sem kynferðislegt ofbeldi, einelti, andlegt ofbeldi og erfiðar heimilisaðstæður. Þátttakendur lýstu ýmsum tilfinningum í kjölfar sjálfsskaða, til dæmis að finna fyrir létti, að fá útrás fyrir reiði, að finna fyrir líkamlegum sársauka og að finna að maður sé lifandi. Allir þátttakendur töluðu um að með betri líðan hyrfi löngunin til þess að skaða sig og voru mismunandi ástæður fyrir því svo sem breytt umhverfi og að læra að nota aðrar leiðir til að losna undan þessari vanlíðan. Ljóst er að notkun skýringarlíkana í meðferð einstaklinga með sjálfsskaða getur auðveldað hjúkrunarfræðingum að komast að rót vandans og auka þannig líkur á bata.

Samþykkt: 
  • 26.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5406


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LokaverkefniNÝTT.pdf1.3 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna